Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 72
72 TMM 2015 · 2
Steinunn Inga Óttarsdóttir
„Hvers vegna er fólki áskapað
að vera svona einmana?“
Um skáldverk Murakami á íslensku
Japanskar bókmenntir hafa ekki verið mikið til umræðu hér á landi fyrr en
á allra síðasta áratug og þá fyrst og fremst vegna vinsælda japanska rithöf-
undarins Haruki Murakami (f. 1949). Hann hefur lengi verið gríðarvinsæll
í heimalandi sínu, frá síðustu aldamótum hefur Murakami-æði geisað um
alla heimsbyggðina (nýlega náði hann milljón „lækum“ á facebook-síðu sína)
og er Ísland ekki undanskilið. Hann hefur meira að segja komið hingað til
lands, því hann var gestur á bókmenntahátíð í Reykjavík 2003. Aðdáendur
Murakami vænta þess á hverju ári að hann fái nóbelinn í bókmenntum en
dómnefndin hefur látið sér fátt um finnast hingað til.1 Japanir hampa nú
jafnmörgum nóbelsverðlaunahöfum og Íslendingar en Kenzaburo Oe hlaut
verðlaunin 1994. Murakami hefur skrifað samtals 14 skáldsögur, sú nýjasta
kom út á dögunum og rokseldist strax eins og öll verk hans. Hún var snarlega
þýdd á íslensku, Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans, og hafa þá
fimm skáldverk Murakami komið út á íslensku.
Verkum Murakami, skáldsögum og smásögum, má gróflega skipta í
tvennt. Annars vegar skrifar hann sálfræðilegar vísindaskáldsögur, hins
vegar ofurhversdagslegar en (að því er virðist) tilvistarlegar ástarsögur af
fólki í krísu. Smásagnasafn á mörkum þessara skilgreininga og þrjár skáld-
sögur Murakami sem falla undir síðarnefnda skilgreiningu hafa komið út
á íslensku í þýðingu Ugga Jónssonar á árunum 2001–2006 og ein í þýðingu
Ingunnar Snædal 2014.
Hinn einræni karl
Fyrsta skáldsagan ber heitið Sunnan við mærin, vestur af sól (2001). Sögu-
hetjan er dæmigerð persóna í Murakami-landi. Hajime er af japanskri
68-kynslóð, vel efnaður og vinnusamur, hamingjusamlega giftur tveggja
barna faðir í glæsihverfi Aoyama. Hann er einbirni og var einmana barn.
Þá kynntist hann stúlku, Shimamoto, sem einnig er einbirni og um hríð
voru þau mjög nánir vinir. Þegar leiðir skildu upplifði Hajime „glundroða