Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 68
B ö ð va r G u ð m u n d s s o n 68 TMM 2015 · 2 Zum letzten Mal wird Sturmalarm geblasen! Zum Kampfe steh‘n wir alle schon bereit! Schon flattern Hitlerfahnen über allen Straßen. Die Knechtschaft dauert nur noch kurze Zeit! Í hinsta sinn skal blásið til stormsveitarárásar! Við erum allir viðbúnir bardaganum! Senn blaktir Hitlersfáninn yfir öllum götum, æskan er senn liðin. Í þá daga var í Berlín fjörugt næturlíf á Alexandersplatz. Fáum dögum eftir að Kampflied kom á prent bar fundum Horsts Wessel og 18 ára gleðikonu, Erne Jänicke, þar saman á bar. Daginn eftir flutti hann til hennar í Große Frankfurter Straße sem nú heitir Karl Marx Allé. Kona að nafni Elisabet Salm átti íbúðina sem Erne Jänicke leigði. Hún var ekkja eftir eldrauðan kommúnista. Horst Wessel lenti strax í útistöðum við hana, meðal annars vegna húsaleigunnar. Og nú fara samsæriskenningarnar að blómstra. Seint að kvöldi 14. janúar 1930 var barið að dyrum hjá skáldinu og glöðu stúlkunni hans. Horst fór til dyra og var skotinn í höfuðið af stuttu færi. Þar með hafði Joseph Göbbels fengið nákvæmlega þær bókmenntalegu kringumstæður sem hann óskaði sér. Horst Wessel tórði fram til 23. febrúar. Nokkrir kommúnistar voru strax handteknir og dæmdir í langa fangelsis- vist. Árið 1933 eftir valdatöku nasista voru þeir nú reyndar allir skotnir. Aldrei varð sannað með vissu hver skaut skáldið en meginkenningarnar voru þrjár. 1: Kommúnistar skutu hann (Það var haft fyrir satt fram til 1945). 2: Afbrýðisamur eljari um ástir Erne Jänicke skaut hann. 3: Dr. Göbbels lét skjóta hann til að fá sinn píslarvott (Þessi kenning var mjög vinsæl eftir stríðið, sérstaklega í DDR). Horst Wessel var svo krýndur sem hetja og þjóðskáld af sjálfum Göbbels fjórum dögum eftir að hann lést. Hann var jarðaður 1. mars og nálægt 40 þúsund manns stóðu meðfram götunum sem líkfylgdin fór um og horfðu tárvotum augum á eftir henni. Dauði Horsts Wessel var eitt besta tromp á hendi Göbbels nokkru sinni. Útúrsnúningur ljóðsins úr rauðu söngbókinni frá 1913 var sunginn við lag sem dr. Göbbels staðhæfði að væri líka eftir skáldið. Hann varð þó að draga það til baka nokkru síðar því það kom í ljós að lagið hafði verið sungið við annan texta í sjóhernum í meira en 50 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.