Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 121
G ó ð a l í f s e m m é r e r g e f i ð TMM 2015 · 2 121 Morgunn Mamma hefur sofið nægju sína. Hún fer á fætur, dregur frá og opnar gluggann. Það er dásamlegur haustdagur. Eldkúlan ógnarstóra er algerlega ein um hituna í friðsældinni á himinblámanum og sendir heita geisla niður til barnanna sem leika sér á götunum. Mamma þvær sér vel og lengi undir ylheitri sturtu með angandi mjólkursápu sem mýkir húðina. Svo klæðir hún sig í eftirlætis fötin sín: Gulbláu, loðnu blússuna, sem tónar við augun, þröngu svörtu buxurnar með skásettu rennilásavösunum og gömlu, brúnu leðurstígvélin sem passa svo vel við beltið. Þegar hún kemur út undir bert loft veit hún varla hvaðan á sig stendur veðrið þar sem ferska haustloftið blakar burt menguninni. Sólarorkan hressir og hún virðist hafa sáð gleðibrosi í borgarsálina sem spírar í sérhverri mannveru á götunum, líka mömmu. Hún gengur fram á notalegt kaffihús sem býður upp á bröns. Hún borðar sig hæfilega sadda og fær sér safaríka, rauða vatnsmelónu í eftirrétt. Þetta er einn af fáum stöðum þar sem reykingar eru leyfðar svo að hún kveikir sér í og slappar af í stólnum. Í útvarpinu er sagt frá því að samspil sólgoss og heiðríkju skapi kjöraðstæður fyrir óvenjulega greinileg norðurljós í kvöld. Mamma kinkar kolli ánægð. Loftið verður enn hreinna þegar maður nálgast hafið. Silfurmávarnir mynda skipulögð fylki yfir brimgarðinum og karra út í eitt. * karr * karr * Mamma gengur eftir malarströndinni og sest niður í flæðarmálinu þar sem friðurinn ríkir. Öldurnar gæla varlega við ströndina í mjúkum, græðandi sjávarnið sem borar sig inn í hugskot mömmu. Hún leggur aftur augun og sameinast skvampinu. Það mýkir andann og streymir um hana alla. Það kitlar líkamann glettnislega þegar hún heyrir hverja ölduna á eftir annarri fullkomna örlög sín með því að binda enda á eigin tilveru í mildum bresti sem sendir hana aftur á upphafsreit aldanna þar sem ný umferð í hring- rásinni hefst. Það er eins og þetta einfalda, hægláta gjálfur afhjúpi flóknustu leyndardóma alheimsins, svo fremi maður hafi lag á að hlusta. Mömmu líður eins og logandi ljósi. Hún fyllist óseðjandi þrá. Hún stendur upp, klæðir sig úr hverri spjör, leggur fötin varlega niður og fetar sig lengra og lengra út í hafið. Sjólinn er kaldur og saltur og gæðir nakinn líkama hennar lífi. Þegar hann er nógu djúpur stingur hún sér á kaf. Henni finnst hún vera frjáls er hún líður um vatnssameindirnar sem draga sig kurteislega í hlé svo að líkaminn megi komast leiðar sinnar. (Vatnssameindir víkja: sumar hafa séð hana áður sem dropar úr lofti og drífukorn þær kasta kveðju, kenna vin) Þó að iðjuverin á svæðinu hafi mengað vatnið svo mikið að yfirvöld vari börn við því að leika sér á ströndinni skynjar hún ekkert nema hið hreina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.