Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 52
52 TMM 2015 · 2 Jóhann Þórsson Flóttafólkið á baðinu Jakob var í spreng þegar hann nálgaðist húsið. Hann bjó í stóru, ókláruðu kubbalaga húsi í hverfi þar sem önnur hver lóð stóð ennþá auð. Eftir að hafa keyrt jeppann inn í bílskúrinn var honum svo mikið mál að pissa að hann ákvað að nota baðherbergið á neðri hæðinni, þó það væri í raun ófrágengið og ennþá fullt af drasli eftir píparana sem voru að vinna í því þegar allt hrundi. Hann stökk inn á baðherbergið, reif klósettsetuna upp og bunan var rétt byrjuð að renna þegar hann áttaði sig á því að hann var ekki einn inni á bað- herberginu. Jakob hætti samt ekki að pissa. Hann leit á fólkið, sem húkti í stóra baðkarinu sem enn átti eftir að tengja. Það glumdi í vatninu í klósettinu þegar bunan streymdi ofan í en fólkið lét sem það tæki ekki eftir því. Hjónaband Jakobs hafði farið í vaskinn þegar peningarnir hurfu og nú rétt náði hann að borga af húsinu um hver mánaðamót en átti síðan ekkert eftir til að halda áfram að vinna í því. Hann bjó á efri hæðinni, notaði þó bara hjónaherbergið, eldhúsið og aukaherbergið þar sem hann eyddi flestum sínum stundum utan vinnunnar heima, húkandi yfir tölvuskjánum. Fólkið hefði þess vegna getað hafa verið þarna í nokkrar vikur. Þau litu hálf- aumingjalega út, rauð og þrútin í kringum augun eins og þau væru nýhætt að gráta. Þau virtust hrædd, vör um sig eins og fuglar sem heyra í kattabjöllu. Hann kláraði að pissa, gekk út og lokaði á eftir sér. Ætti hann að hringja á lögguna? Hann hugsaði málið á meðan hann gekk upp á efri hæðina. Úr stofunni var hann með útsýni yfir sjóinn og Reykjavík, í gegnum risastóran glugga sem þótti flottur þegar húsið var hannað en var bara pirrandi svona gardínulaus. Jakob gekk að ísskápnum og tók þaðan pizzu frá deginum áður og hitaði í örbylgjunni. Ætli fólkið á baðinu sé svangt?, hugsaði hann. Ætti ég að gefa þeim með mér? Hann velti þessu aðeins fyrir sér á meðan hann horfði á fréttirnar en gleymdi þeim milli frétta af vísítöluhækkunum og eignum Íbúðalánasjóðs í Borganesi. Hann kíkti á netið og las síðan í bók uppi í rúmi áður en hann fór að sofa. Hann bylti sér í rúminu áður en hann sofnaði, það var eitthvað sem truflaði hann. Og af hverju höfðu þau endilega þurft að kaupa svona stórt rúm, þau höfðu bara verið tvö og þetta rúm var nógu stórt fyrir heila fjölskyldu. Honum fannst hann aldrei vita almennilega hvernig hann átti að liggja í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.