Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 108
J o h n F r e e m a n 108 TMM 2015 · 2 margra annarra, þar sem hann lætur gamminn geisa,“ segir Monica. „Þessi bréf eru oft skrafsöm, fyndin, og stundum harðorð. Ég held því að jafnvel þótt Tomas hafi búið yfir öllum þessum eiginleikum, þá hafi hann aldrei fundið hjá sér þörf til að veita þeim útrás í ljóðum.“ Það var þó um það leyti sem bréfaskipti þeirra Blys stóðu sem hæst – um 1970 – sem Tranströmer fann fyrir alvöru sína eigin rödd sem skáld. „Ég er að basla við mjög langt ljóð (um Eystrasaltið) – frá öllum sjónarhornum“, skrifar hann í bréfi til Blys í ágúst það sama ár. „Það byrjaði þegar ég fann almanaksbækur afa míns frá 1880“, bætti hann við í maí árið eftir, „þar sem hann skráir niður skipin sem hann sigldi … Ég gerði mér ljóst að margt í lífi mínu tengdist Eystrasaltinu á einn eða annan hátt, svo ég byrjaði að draga upp samhengislausar myndir af hinu og þessu.“ Tranströmer var óþarflega hógvær. Eystrasölt (1974) er síður en svo sam- hengislaust verk. Bókin flæðir líkt og tónlist, þar sem rakin er saga móður- afa Tranströmers fyrst, síðan ömmu hans. Bylgjur ljóðmynda veltast fram erindin á enda, þar sem barátta sjómanna við náttúruöflin umbreytist í lífsbaráttu okkar allra. Tomas og Monica ræða nokkra stund hvort það hafi verið Bly sem fyrstur hvatti Tranströmer til að yrkja prósaljóð eða hvort hann hafi lagt út á þær slóðir óháð honum. „En Bly var ekki hrifinn af Eystrasöltum,“ bætir Monica við. „Nei, hann var ekkert sérlega hrifinn af þeirri bók. Svo þú varst nokkuð óháður Robert, myndi ég segja.“ Í Eystrasöltum stígur Tranströmer sjálfur fram á sjónarsviðið með skýr- ari hætti en í fyrri bókum. Hann er leiðsögumaðurinn í gegnum þá fjöl- skyldusögu sem rakin er, áhorfandinn, sá sem kemur orðum að því hvað það merkir að tilheyra stað, en vita þó fyrir víst að maður muni líða undir lok. Hér er fólk í landslagi. Ljósmynd frá 1865. Gufuferjan liggur við bryggju í sundinu. Fimm manns. Kona í ljósum krínólínkjól, eins og bjalla, eins og blóm. Karlarnir minna á aukapersónur í alþýðuleik. Falleg eru þau öll, hikandi, rétt við það að þurrkast út. Stundarkorn stíga þau á land. Þau þurrkast út. (Eystrasölt, þýð. Hjörtur Pálsson, bls. 18–19) Torbjörn Schmidt er bókmenntafræðingur sem útbjó sænsku útgáfuna af Air Mail. „Ég held að leyndardómur Tranströmers sé af andlegum toga,“ skrifar hann í tölvupósti. Síðan bætir hann við: „En Tranströmer sjálfur hefur aldrei fellt sig við að vera kallaður „mystíker“. Hins vegar hefur hann lagt áherslu á að hann upplifi lífið sem leyndardóm í sem dýpstum skilningi: sumar hliðar lífsins er ekki hægt að fanga með rökhyggjuna eina að vopni.“ Hvergi í verkum Tranströmers er þessi tvíhyggja eins persónuleg og í Eystrasöltum, sem er eins konar andleg og skynræn ættfræði sem búið er að semja tónlist við. Um það leyti sem bálkurinn nálgast lokagerð sína, verða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.