Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 89
Ve t u r í V í e t n a m TMM 2015 · 2 89 sem er í eigu ríkisins sem er í eigu flokksins og ég átta mig ekki á því hvers vegna víetnamski kommúnistaflokkurinn sleppir þessum fréttum í loftið. Á einhverjum tímapunkti slær það mig að hugsanlega vilji ríkið alltaf senda út boð þegar það kúgar þegna sína, enda þjóni það þeim tilgangi að fá hina til að halda sig innan siðsamlegra marka – en Vietnam News er ekki fyrir innfædda, það er fyrir túrista og Viet Kieu (börn brottfluttra Víetnama, sem hafa snúið aftur, ekki síst frá Bandaríkjunum). Það er enginn praktískur til- gangur með því að ég viti að fólk sé handtekið fyrir að opna á sér munninn – nema kannski að flokkurinn vilji virðast koma til dyranna einsog hann er klæddur. Að þegar eitthvað verra kemur upp úr dúrnum geti hann svarað: Nei, einsog þú veist höfum við ekkert að fela, við skömmumst okkar ekki fyrir harðlínustefnuna heldur fögnum henni – þú sást það sjálfur í blaðinu. 14 Einn daginn er ég úti að hlaupa, pungsveittur í bolnum og það blæðir úr geirvörtunum á mér því mér finnst asnalegt að hlaupa ber að ofan og efnið nýr þær til blóðs – stundum ber ég á þær olíu eða held uppi bolnum á hlaupunum ef þetta er orðið mjög sárt. Það er alltof heitt hérna. Steikjandi djöfuls hiti. Ég hleyp á steyptum stíg sem hlykkjast eftir hrísgrjónaekrunum og er löngu orðinn vanur því að hlaupa fram á rottur, buffla og kýr, fram á geltandi varðhunda sem standa lausir utan við hús eigenda sinna, flækings- hunda sem virða mig ekki viðlits, vanur því að hlaupa í gegnum flugnager þótt mér bregði stundum þegar vespurnar koma þjótandi að baki mér án þess að flauta – ég er vitlaus og vestrænn og hleyp líka með tónlist í eyrunum þótt það sé stórhættulegt. Ég reyni að halda mig í kantinum. Fyrir framan mig á þröngum stígnum eru fjórir risavaxnir vatnabufflar – með þessi dýrðlegu horn sem eru á lengd við handleggina á mér, tveggja metra háum manninum – og á baki eins þeirra er bufflabóndinn á heimleið. Sólin er að setjast og ég vil komast út af ekrunum áður en það gerist, áður en bananaflugnagerið stígur upp úr gróðrinum og þekur hvern fermetra af hlaupastígnum mínum, fyllir öll mín vit, fer upp í augu og nef og munn og niður í háls, á meðan ég berst í gegnum svartamyrkrið. Ég hef enn sirka korter. En þegar ég kem aftan að aftasta bufflinum og bý mig undir að skjótast framhjá fælist hann og tekur á rás, ýtir aðeins við mér, ég snarstoppa en hinir þrír stökkva líka af stað – bóndinn fer í loftköstum niður á jörðina, lendir á fótunum, æpir á bufflana, grípur í taumana – einsog þessi 50 kílóa karlmaður gæti haldið aftur af fjórum fimm hundruð kílóa skepnum – snýr sér að mér og fer að hlæja þegar hann sér hvað ég er skelkaður. Bufflarnir hægja á sér eftir tutt- ugu metra spretthlaup og ég læðist framhjá. Annan dag er ég að læsa hliðinu. Aram situr á bögglaberanum hjá mér og Aino er í sæti á stýrinu hjá mömmu sinni. Við erum áreiðanlega á leiðinni á ströndina eða í sund á einhverju hóteli, erum áreiðanlega á leiðinni út að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.