Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 6
M a r g r é t Tr y g g va d ó t t i r 6 TMM 2015 · 2 hún höfðar til mun breiðari lesendahóps en aðrar barna- og unglingabækur og það er heppilegt fyrir höfunda þeirra. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru 4–5.000 börn í hverjum árgangi á Íslandi. Það þýðir að höfundur sem skrifar bækur fyrir börn sem nýlega eru farin að lesa sjálf, t.d. 7–9 ára hafa í raun einungis 13.403 krakka sem hugsanlega gætu óskað eftir því að fá bókina í jólagjöf en eins og við vitum er það helst um jólin sem venjuleg börn eignast bækur. Ungmennabók sem höfðar til fólks frá 12 ára aldri og upp úr eins og Hafnfirðingabrandarinn Bryndísar Björgvinsdóttur sannarlega gerir er mun líklegri til að skapa höfundi sínum tekjur sem hægt er að lifa á. Ég hef stundum sagt íslenskan bókamarkað áttunda undur veraldar. Það er magnað að hægt sé að standa í jafnfjölbreyttri og vandaðri bókaútgáfu á eins litlu málsvæði og raun ber vitni. Þar hjálpar margt til, ekki síst mýtan um bókmenntaþjóðina. Innflutningshöft á þeim tíma er landsmenn fóru fyrst að sjá peninga, sem varð til þess að bókin festist í sessi sem vinsæl gjafavara, skiptu ekki minna máli. Sterkir og góðir höfundar sem höfðu ritstörf að sinni aðalatvinnu skiptu líka gríðarmiklu máli. Á sama tíma og við stærum okkur af þessari sterku stöðu bókarinnar í sögulegu samhengi ættum við að gera okkur grein fyrir því að við lifum í hverfulum heimi. Það er ekkert sjálfgefið við sterka stöðu bókarinnar í samfélagi okkar. Og ég verð að viðurkenna að ég hef töluverðar áhyggjur af stöðu barnabókarinnar, þrátt fyrir ungmennabækurnar góðu. Virðisaukaskattur og skriðdrekar Síðastliðið haust tók ríkisstjórnin til við að „einfalda“ virðisaukaskattkerfið og breytti skattþrepunum. Á meðan skattur á sykur var lækkaður var virðis- aukaskattur á bækur hækkaður úr 7% í 12%. Og jú, jú, auðvitað var þessu mótmælt. Svo hófust hártoganir um hvort breyting frá sjö upp í tólf væri í raun mikil eða lítil. Hækkunin væri lítil ef litið væri á heildarverð bóka en á móti kemur að bókamarkaðurinn er viðkvæmur og fólk hefur ekki of mikið á milli handanna og því kannski nokkuð ljóst að bækur myndu annaðhvort hækka og seljast þá minna eða að höfundar og útgefendur tækju hækkunina á sig. Hvort tveggja væri vont, bæði fyrir höfundana og útgefendurna. Og það sem er vont fyrir þá er líka vont fyrir okkur hin sem viljum veg bókarinnar sem mestan. Og auðvitað drógum við inn í umræðuna drengina okkar sem, samkvæmt könnunum, geta lítið lesið. Þeir voru líka til umræðu í viðtali Agnesar Bragadóttur við menntamálaráðherra, Illuga Gunnarsson, í Morgunblaðinu síðastliðið haust þar sem hann ræðir meðal annars bæði (ó)læsi og virðis- aukaskatt á bækur.1 Það viðtal hefur setið í mér síðan ég las það, bæði vegna þess að þar segir hann og bendir á margt sem ég er sammála og get vel tekið undir en ekki síður vegna þess að þær „lausnir“ sem hann bendir á eru svo grunnhyggnar og vitlausar að það er beinlínis hættulegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.