Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 75
„ H v e r s v e g n a e r f ó l k i á s k a pa ð a ð v e r a s v o n a e i n m a n a ? “ TMM 2015 · 2 75 „Fljúgandi furðuhlutur í Kushiro“, er dæmigerð Murakami-saga. Komura er myndarlegur sölumaður í ágætum efnum og hamingjusamlega giftur – eða svo heldur hann. Eftir að eiginkonan hefur horft á jarðskjálftafréttirnar í sjónvarpinu í fimm daga samfleytt fer hún frá honum á þeim forsendum að hann sé innantómur og gefi ekkert af sér. Í undrun og ráðleysi gerir Komura sér ferð til Kushiro með lítinn og laufléttan pakka sem hann er beðinn fyrir. Líf hans allt einkennist af doða, honum er sama hvert hann fer, hann veit ekki hvort hann er svangur eður ei og man varla til þess að hafa hlegið nýlega. Í Koshiro hittir hann tælandi konu sem færir honum nýjan boðskap og vekur jafnframt með honum undarlega ofbeldishvöt (30). Pakkinn, sem Komura kom samviskusamlega til skila, er táknrænn fyrir hann sjálfan; annaðhvort innihélt hann það sem eiginkona hans fyrrverandi þráði heitast en hann afhenti öðrum umhugsunarlaust, eða hún hafði rétt fyrir sér; að hann var galtómur. Í lok sögu sér Komura að þótt hann sé kominn um langan veg er hann algjörlega á byrjunarreit í lífi sínu. Tveimur mánuðum eftir skjálftann mikla gerði sértrúarsöfnuður nokkur gasárás á neðanjarðarlestarstöð í Tókýó. Murakami, sem þá bjó í Banda- ríkjunum, sneri hið bráðasta aftur til föðurlandsins og skrifaði bókina Underground þar sem hann tók m.a. viðtöl við fórnarlömb árásarinnar og meðlimi sértrúarsöfnuðarins. Ætla mátti að Murakami hefði snúið baki að mestu við fantasíunni eftir hörmungarnar í Japan og hygðist halla sér að sálfræðilegri samfélagsrýni en svo fór ekki eins og Eftir skjálftann ber með sér. Jarðskjálftinn í Kobe og gasárásin í Tókýó eru ekki aðeins harmleikir sem hafa áhrif á einstakling heldur breyta einhverju í grundvallarþáttum þjóðfélagsins, í hinni japönsku þjóðarsál. Skjálftinn mikli hristir upp í lífi sögupersónanna og breytir stefnu þeirra varanlega – eftir skjálftann lifna þær fyrst við. Hinn innantómi karl Norwegian Wood er ein frægasta bók Murakami. Hún kom út í enskri þýðingu árið 2000 en kom út í Japan 1987 og gerði Murakami að súper- stjörnu í heimalandinu. Þegar söguhetjan Watanabe heyrir bítlalagið „Norwegian Wood“ hellast yfir hann tuttugu ára gamlar minningar frá því hann var ungur og einmana háskólanemi á táfúlum stúdentagarði á sjöunda áratugnum og átti erfitt með að finna sjálfan sig. „Þetta voru undarlegir dagar, finnst mér nú þegar ég rifja þá upp. Í blóma lífsins snerist allt um dauðann“ (28). Besti vinur hans framdi sjálfsmorð þegar hann var 17 ára og lét eftir sig kærustuna Naoko sem er ægifögur en á við flókin geðræn vandamál að stríða sem m.a. koma fram í því að hún getur ekki notið kyn- lífs. Leiðir þeirra tveggja liggja saman síðar í Tókýó og saman reyna þau að komast yfir missinn og halda áfram að lifa. En Naoko tekst ekki að púsla til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.