Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 105
Vi ð t a l v i ð To m a s Tr a n s t r ö m e r TMM 2015 · 2 105 hlutleysi landsins fyrir sér,“ segir Daniel Sandström, bókmennta- fræðingur og útgefandi hjá Bonniers. „Margir dauðskömmuðust sín, og af þeirri skömm spratt löngun til að hugsa á alþjóðlegri nótum.“ Í huga kynslóðarinnar sem kom á eftir Tranströmer var maður annað- hvort marxisti eða afturhald. Tran- strömer var hvorugt. Hann ferðaðist víða og tók afstöðu til pólitískra málefna, en hann hafði engan áhuga á að beita listinni sem barefli. Víglínurnar voru f leiri. Tran- strömer hlaut trúarlegt uppeldi, þótt hann hafi síður en svo farið um með trúboði. Í landi sem færðist sífellt nær veraldlegum viðhorfum var trú- hneigð litin hornauga. „Þú varst laus við það allt saman,“ segir Monica um trúarlegar kennisetningar, og uppsker kankvíst bros á andliti skáldsins, líkt og til að segja „Guði sé lof“. Og því var það svo að á meðan margir samtímamenn hans voru gagn- teknir af slíkum afvegaleiðandi átakapólum, þá sneri Tranströmer aftur til eyjarinnar þar sem hann varði æskusumrum sínum, og skapaði sína eigin stórbrotnu goðafræði úr hljóðum, árstíðum og tóntegundum þessa staðar. *** Það tók Tranströmer 20 ár sem útgefið skáld að koma orðum að þessum tengslum. Fyrstu árin fólst stærsta áskorun hans í því að finna ímyndunar- afli sínu tungumál sem hæfði. Eins og raunin var um önnur skáld sem fæddust á millistríðsárunum, þá voru módernismi og súrrealismi honum leiðarljós hugans. En það var djúp- stæð, persónuleg reynsla sem var afdrifaríkust. Í endurminningum sínum lýsir Tranströmer eins konar tilvistarlegri ofsahræðslu sem greip hann sumarið sem hann varð 15 ára. Fótleggir hans skulfu, hann var heltekinn af kvíða. „Á þessum árum var ég mjög á varð- bergi gagnvart öllum trúarbrögðum,“ skrifar Tranströmer í „Særingu“, sem út kom árið 1993, og viðurkennir að ef sama tilfinning hefði hellst yfir hann síðar, hefði hann líklegast túlkað hana sem opinberun. Eftir að kvíðinn linaði tak sitt hóf Tranströmer að stunda píanóleik af miklum móð, og gerir enn, hefur raunar komið oftar en einu sinni fram Tomas Tranströmer og kona hans Monica.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.