Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 105
Vi ð t a l v i ð To m a s Tr a n s t r ö m e r
TMM 2015 · 2 105
hlutleysi landsins fyrir sér,“ segir
Daniel Sandström, bókmennta-
fræðingur og útgefandi hjá Bonniers.
„Margir dauðskömmuðust sín, og af
þeirri skömm spratt löngun til að
hugsa á alþjóðlegri nótum.“
Í huga kynslóðarinnar sem kom á
eftir Tranströmer var maður annað-
hvort marxisti eða afturhald. Tran-
strömer var hvorugt. Hann ferðaðist
víða og tók afstöðu til pólitískra
málefna, en hann hafði engan áhuga
á að beita listinni sem barefli.
Víglínurnar voru f leiri. Tran-
strömer hlaut trúarlegt uppeldi, þótt
hann hafi síður en svo farið um með
trúboði. Í landi sem færðist sífellt
nær veraldlegum viðhorfum var trú-
hneigð litin hornauga. „Þú varst laus
við það allt saman,“ segir Monica
um trúarlegar kennisetningar, og
uppsker kankvíst bros á andliti skáldsins, líkt og til að segja „Guði sé lof“.
Og því var það svo að á meðan margir samtímamenn hans voru gagn-
teknir af slíkum afvegaleiðandi átakapólum, þá sneri Tranströmer aftur til
eyjarinnar þar sem hann varði æskusumrum sínum, og skapaði sína eigin
stórbrotnu goðafræði úr hljóðum, árstíðum og tóntegundum þessa staðar.
***
Það tók Tranströmer 20 ár sem útgefið skáld að koma orðum að þessum
tengslum. Fyrstu árin fólst stærsta áskorun hans í því að finna ímyndunar-
afli sínu tungumál sem hæfði.
Eins og raunin var um önnur skáld sem fæddust á millistríðsárunum, þá
voru módernismi og súrrealismi honum leiðarljós hugans. En það var djúp-
stæð, persónuleg reynsla sem var afdrifaríkust.
Í endurminningum sínum lýsir Tranströmer eins konar tilvistarlegri
ofsahræðslu sem greip hann sumarið sem hann varð 15 ára. Fótleggir hans
skulfu, hann var heltekinn af kvíða. „Á þessum árum var ég mjög á varð-
bergi gagnvart öllum trúarbrögðum,“ skrifar Tranströmer í „Særingu“, sem
út kom árið 1993, og viðurkennir að ef sama tilfinning hefði hellst yfir hann
síðar, hefði hann líklegast túlkað hana sem opinberun.
Eftir að kvíðinn linaði tak sitt hóf Tranströmer að stunda píanóleik af
miklum móð, og gerir enn, hefur raunar komið oftar en einu sinni fram
Tomas Tranströmer og kona hans
Monica.