Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 72
72 TMM 2015 · 2 Steinunn Inga Óttarsdóttir „Hvers vegna er fólki áskapað að vera svona einmana?“ Um skáldverk Murakami á íslensku Japanskar bókmenntir hafa ekki verið mikið til umræðu hér á landi fyrr en á allra síðasta áratug og þá fyrst og fremst vegna vinsælda japanska rithöf- undarins Haruki Murakami (f. 1949). Hann hefur lengi verið gríðarvinsæll í heimalandi sínu, frá síðustu aldamótum hefur Murakami-æði geisað um alla heimsbyggðina (nýlega náði hann milljón „lækum“ á facebook-síðu sína) og er Ísland ekki undanskilið. Hann hefur meira að segja komið hingað til lands, því hann var gestur á bókmenntahátíð í Reykjavík 2003. Aðdáendur Murakami vænta þess á hverju ári að hann fái nóbelinn í bókmenntum en dómnefndin hefur látið sér fátt um finnast hingað til.1 Japanir hampa nú jafnmörgum nóbelsverðlaunahöfum og Íslendingar en Kenzaburo Oe hlaut verðlaunin 1994. Murakami hefur skrifað samtals 14 skáldsögur, sú nýjasta kom út á dögunum og rokseldist strax eins og öll verk hans. Hún var snarlega þýdd á íslensku, Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans, og hafa þá fimm skáldverk Murakami komið út á íslensku. Verkum Murakami, skáldsögum og smásögum, má gróflega skipta í tvennt. Annars vegar skrifar hann sálfræðilegar vísindaskáldsögur, hins vegar ofurhversdagslegar en (að því er virðist) tilvistarlegar ástarsögur af fólki í krísu. Smásagnasafn á mörkum þessara skilgreininga og þrjár skáld- sögur Murakami sem falla undir síðarnefnda skilgreiningu hafa komið út á íslensku í þýðingu Ugga Jónssonar á árunum 2001–2006 og ein í þýðingu Ingunnar Snædal 2014. Hinn einræni karl Fyrsta skáldsagan ber heitið Sunnan við mærin, vestur af sól (2001). Sögu- hetjan er dæmigerð persóna í Murakami-landi. Hajime er af japanskri 68-kynslóð, vel efnaður og vinnusamur, hamingjusamlega giftur tveggja barna faðir í glæsihverfi Aoyama. Hann er einbirni og var einmana barn. Þá kynntist hann stúlku, Shimamoto, sem einnig er einbirni og um hríð voru þau mjög nánir vinir. Þegar leiðir skildu upplifði Hajime „glundroða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.