Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 128
Á d r e p u r
128 TMM 2015 · 1
á. Það færist í vöxt að fólk sé krafið um
að taka afstöðu til mála eða finni sig
knúið til þess, án þess að hafa forsendur
til að ræða málin af þekkingu. Við slík-
ar aðstæður er freistandi að þvæla
málin, þ.e.a.s. tjá sig án þess að segja
beinlínis eitthvað rangt en jafnframt án
þess að geta lagt eitthvað til sem auki
skilning okkar á málinu. Þess konar
tjáning kemur fram með ýmsu móti í
daglegri umræðu eins og til að mynda
með ónákvæmri hugtakanotkun. Fólk
grípur til þess að tjá sig um lýðræði,
réttindi, ábyrgð án þess að hugleiða
hvaða merkingu það leggur í hugtökin.
Í slíkum tilvikum getur það hljómað
eins og að fólk sé að segja eitthvað
merkilegt en þegar betur er að gáð er
umræðan ómarkviss og villandi.
Grundvallarþekking á grunnhugtökum
lýðræðis er forsenda alvöru umræðu um
helstu ágreiningsefni samtímans.
Önnur leið og vinsæl til að svara and-
stæðingum án þess að ræða málefnin
sjálf er að beita hártogunum um merk-
ingu orða. Nýleg dæmi í stjórnmálaum-
ræðunni er til dæmis þegar gripið er til
þess að orða afar skýr kosningaloforð
eftir á með nýjum hætti til að koma sér
undan því að efna þau eða þegar orðið
„strax“ er teygjanlegt hugtak. Í ræðu á
Austurvelli fjallaði Sigurður Pálsson rit-
höfundur um það hvernig ráðamenn
afvegaleiddu tungumálið og hefðu „ráð-
ist inn í samband orðs og merkingar á
skítugum skónum, reynt að rjúfa og
brengla samband orðs og merkingar“ og
sagði síðan: „Vísvitandi afvegaleiðing
orða og hugtaka jafngildir spillingu
tungumálsins sem síðan spillir sam-
skiptum manna og siðferði samskipt-
anna. Á endanum blasir við siðrof, fyrst
manna í millum, síðan siðrof þjóðfélags-
ins.“5 Ef hægt er að hártoga og snúa út
úr því sem fólk segir er ekki lengur hirt
um merkingu þess sem sagt var eða
hvað vakti fyrir stjórnmálamönnunum.
Skyndilega er umræðan farin að hverf-
ast um merkingu orða sem almennt
samkomulag hefur ríkt um fram að
þessu, settar eru fram allar mögulegar
túlkanir á innhaldi bréfs ráðherra til
Evrópusambandsins, svo dæmi sé tekið,
en hitt fellur í skuggann sem stjórnvöld
ætluðust fyrir.
II.
Stjórnmál fást við ákvarðanatöku í sam-
félagi þar sem ólíkar hugmyndir og
hagsmunir takast jafnan á. Við höfum
ólíkar skoðanir á margvíslegum málum
sem skipta máli fyrir samfélag okkar.
Við höfum ólíka hagsmuni og ólíka líf-
sýn. Það er verkefni stjórnmálanna að
fást við þennan ágreining með samræð-
um milli fólks með ólík sjónarhorn þar
sem leitað er leiða til að finna lausnir og
móta stefnu fyrir framtíðina. Meðal
þjóða heims hafa þróast mismunandi
hefðir í stjórnmálum, sums staðar er
áherslan á að ná breiðri sátt en hjá
öðrum þjóðum er átakahefðin í fyrir-
rúmi. Í slíkum tilvikum er algengara að
meirihlutavaldið ráði og andstæð sjón-
armið takist sífellt á. Markmiðið hlýtur
þó alltaf á endanum að snúast um það
að ná niðurstöðu sem getur verið varan-
leg en er ekki umbylt um leið og nýir
valdhafar taka við.
Hannah Arendt, einn af merkari
stjórnmálaheimspekingum tuttugustu
aldar, gerir áhugaverðan greinarmun á
valdi (power) og afli (force) í bók sinni
The Human Condition. Í hennar huga
er vald eingöngu mögulegt í samstarfi
við aðra og þegar slíkt vald verður til
verða breytingar mögulegar. Að mati
Arendt verður vald til þegar við vinnum
saman og ræðum saman. Það vísar til
þess sem gerist í rýminu milli fólks.
Vald er því ekki til nema þegar það er
raungert með öðru fólki og það varir á