Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 14
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
14 TMM 2015 · 4
hundur prestsins mættust alls kyns handhafar sannleikans og óáreiðanlegt
minni innan fjölskyldu, í Svanir skilja ekki var ég að fjalla um hlutverkaleik
og sársauka í tengslum við það merkilega fyrirbæri hjónabandið og í síðasta
sviðsverkinu, Ekki hætta að anda, var ég að prófa að máta þá gömlu trúarlegu
hugmynd um sáðberann sem þann sem gefur líf við nútímahugmyndina um
barnsföðurinn og svona almennt séð um leitina að ljósinu í myrkum heimi.
Útvarpsverkið Lán til góðverka fjallaði m.a. um það hvernig við látum stýra
okkur og hafa vit fyrir okkur, en persónu sem er ráðgjafi er líka að finna í
Svanir skilja ekki og í skáldsögunni Undantekningin.
Þú byrjar ljóðabókina á að vitna í Lúkasarguðspjallið, 9,58: „Refir eiga
greni og fuglar himins hreiður en mannssonurinn á hvergi höfði sínu að
að halla.“
Það er svona ljóðsaga, einfætt kona og blindur leiðsögumaður, með trúar
legum hljómbotni, ansi margar biblíuvísanir þar. Það er oft þannig að rit
höfundi þykir vænst um þau verk sem rata til fæstra og mér þykir vænt um
þessa sálmabók.
Breyttist mikið lífið þegar bækurnar þínar fóru að koma út?
Eiginlega ekki. Ég hélt áfram að stunda mína borgaralegu vinnu þar til nú
alveg nýlega.
***
Ertu hugrökk?
Já, ég er hugrökk. Ritstörf eru mjög persónuleg vinna og það má jafnvel
kenna það við fífldirfsku að leggja sig á höggstokkinn aftur og aftur.
Ef þú værir ekki þú sjálf, hver vildirðu vera?
Krummi.
Þú ferðast mikið?
Ég ferðast meira í huga en líkama. Eftir að bækurnar fóru að koma út í
útlöndum gæti ég verið heilmikið á ferðinni en ég þigg bara fá boð. Ég er
frekar heimakær. Auk þess vill svo illa til að ég er flughrædd. Í hvert skipti
sem ég fer í flug er ég að upplifa mínar síðustu stundir. Á þessu ári hefur það
gerst mánaðarlega.
Hvar annars staðar vildirðu búa? Sveit, staður, borg?
Mér líður nú eiginlega best heima hjá mér. Kannski í sveit?
Ertu kvöldsvæf, næturhrafn?
Ég get alveg vaknað snemma og sofnað seint, það fer eftir aðstæðum, hvað