Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 83
Tu n g a n s va r t a TMM 2015 · 4 83 förunauta sem takast saman á við vanda, allt frá Guðdómlega gleðileiknum og Don Kíkóta til sagna af Sherlock Holmes og fleiri nútímapersónum, en jafnframt ýmsar skráðar samræður (spurningar og svör) lærlings og meistara sem rekja má allt aftur til fornklassískrar ritmennsku og mennta­ hefðar. Eco skapar mikla dýpt í þessu sambandi með því að láta Adso vera sögumann, veita okkur aðgang að sýn hans og að því að virðist beinum við­ brögðum hans við atburðum, en minna jafnframt reglulega á að hann skrifi söguna löngu síðar, þegar hann veit að hann á skammt ólifað. Adso virðist hafa átt reglusama munkævi allar götur síðan þeir Vilhjálmur kvöddu hinar rjúkandi rústir á klausturhæðinni, veröld sem hefur liðið undir lok. Vikan í klaustrinu og kaflaskipting skáldsögunnar – og væntanlega mestöll ævi Adsos – eru nákvæmlega mældar í eyktamörkunum sem stýra lífi klaustur­ búa, en skáldsagan byggir samhliða á gerólíkri tímavirkni. Æviuppgjör Adsos nær í reynd til þessarar einu viku í ónefndu klaustri á Ítalíu og þeirra viðburða sem skóku líf hans en sem hann „slapp“ svo frá inn í reglubundna tilveru sína. Þessi stutti tími verður þannig ævilangur og sýnir afstæði tímans sem mælistiku á lífsreynsluna, þroskann og minnið. Heimsmálin Eins og áður sagði eru sterk sjálfsöguleg einkenni á þessu verki Ecos. Þetta er saga sem veit af sjálfri sér og tilurð sinni, bók sem veit að hún sprettur af öðrum bókum. Meintur þýðandi og útgefandi segir í lok formála síns að hann hafi notið þess að láta gamminn geisa og mér verður það til hugarléttis og hughreystingar að finna hve órafjarri þetta er í tíma […] og glæsilega laust við alla skírskotun til okkar tíma, og hvað tíðina snertir víðsfjarri vonum okkar og vissu. Því þetta er bók um bækur, ekki um hversdagslega eymd, og þegar hún er lesin getur það leitt okkur til þess að hafa yfir með þeirri miklu eftirhermu Tómasi frá Kempis: „In omnibus requiem quaesivi, et nusquam inveni nisi in angulo cum libro.“ (11) Þótt það sé vissulega rétt hjá Tómasi að stundum finni maður hvergi raunverulega hvíld nema úti í horni með bók, hafa endurnýjuð kynni af bók Ecos og Thors undirstrikað að þessi formálsorð missa gersamlega marks og eiga að gera það. Í raun grefur formálaritari undan sjálfum sér þegar hann segir í upphafsorðum frá því að hann hafi komist yfir frönsku þýðinguna af handriti Adsos þann 16. ágúst 1968. Næstu daga er hann staddur í Prag og ekki er vikan liðin þegar sovéskar hersveitir réðust „inn í hina vansælu borg“ (7), en hann sleppur með bókarfeng sinn úr landi í tæka tíð, kemst á ástarfund í Vín, sem síðan reynist endasleppur, svo að minnir nokkuð á ástarstund Adsos í eldhúsinu undir bókasafninu síðla árs 1327. Þetta er bók um bækur, bók um ástir, en sannarlega líka bók um okkar tíma, vonir okkar og óvissu – og um okkar heim á mismunandi tímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.