Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 93
TMM 2015 · 4 93 Sigurlín Bjarney Gísladóttir Barinn hennar Stínu „Sleikið út um, grátið, látið vessana flæða!“ „Nei, þú færð ekki inngöngu, herra minn. Því miður, þú ert ekki með varalit,“ segir Stína og setur fótinn fyrir dyrnar. Kona stekkur úr röðinni og smyr varalit á manninn svo að Stína hleypir honum inn að lokum. Stína stendur í dyrunum í síðkjól með sígarettu í munnstykki og gætir þess að allir gestir séu farðaðir og í sparifötum, skórnir pússaðir og allt á sínum stað. Úti er vaxandi norðanátt og snjóhríð í uppsiglingu. Örvæntingarfullur maður með fullan kassa af varalitum fær inngöngu. Hann hefur makað rauðum litnum á sig hér og þar, eins og fútúrískt húðflúr sem rennur til í hitanum. „Það er svo gott að reykja í gufu, fáið ykkur endilega smók,“ segir hún við ungt par sem gengur framhjá stífmálað og með hárið túberað. Um leið og þau stíga inn skellur á þeim hitinn. Gestirnir eru vart hálfnaðir úr fyrsta glasi þegar málningin tekur að leka niður andlitið og yfir fötin. Hárið sígur og flæðir yfir axlir. Barinn hennar Stínu er spegluð eftirlíking af Kaffi Mokka. Mublurnar eru þær sömu og samskonar vöfflur afgreiddar af konum í blómakjólum og körlum í matrósafötum. Hins vegar er gufubað á barnum hennar Stínu og áfengir drykkir afgreiddir í kristalsglösum. Samkvæmt skýrum fyrirmælum Stínu mæta allir gestir stífmálaðir og í sínu fínasta pússi. Maðurinn með varalitakassann pantar vöfflur á barnum og rósavín með. Hann drekkur og borðar en opnar síðan kassann og dreifir varalitum, opnar einn og makar handahófskennt á varir, kinnar, stóla og borð. Stína gengur að manninum og hvíslar í eyra hans: „Það er svo fallegt að ganga úr skorðum, sleppa sér, missa sig inn í listina og umbreytast.“ Síðan vindur hún sér að konu sem grætur ofan í kristalsglasið sitt og hvíslar: „Það er svo fallegt að ganga úr skorðum, sleppa sér, gráta, makast út í angistinni.“ Og þá bendir konan á manninn við hlið sér og veinar upp: „En hann brosir ekki nógu breitt í kvöld, það vantar alveg tvo sentímetra, það er eitthvað í gangi, það er eitthvað í gangi sem ég skil ekki.“ Stína klappar henni á öxlina og endurtekur orð sín. Gestirnir eru strigarnir hennar Stínu. Þau eru gangandi málverk þar sem litirnir flæða óreiðukennt niður. Og rétt eftir miðnætti, þegar hiti færist í leikinn, fara sumir í sleik og þá makast varalitir lengra út á kinnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.