Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 118
S t e fá n Va l d e m a r S n æ va r r 118 TMM 2015 · 4 söguna. Íslandssaga hans er hnoð sem fylgir engri átt, ekkert rúm er fyrir framfarir samkvæmt póstmódernískum söguskilningi Megasar. Axlar­ Björn og Sveinn sonur hans eru aðalpersónurnar í Birni og Sveini. Þeir eru öðrum þræði nútímaþorparar, hinum þræðinum hinir upprunalegu sextándu­ og sautjándualdar­stórglæpamenn, enn fremur lögreglustjórar, þingmenn, biskupar, dyraverðir, svo fátt eitt sé talið.66 Þeir standa á bak við allar mögulegar og ómögulegar uppákomur í sögu Íslands: Íkveikjur ýmsar, lýðveldisstofnunina, fund Nixons og Pompidous í Reykjavík, Kvennafram­ boðið, kvennafrídaginn 1975 og eldgosið í Eyjum 1973. Svo sáu þeir auðvitað til þess að landhelgin yrði færð út árið 1956 og seldu um leið Bretum vopn sem notuð voru gegn Íslendingum.67 Engin framþróun í þessari Íslandssögu, engin söguleg rökvísi. Svo er sem Megas hæðist að samsæriskenningum, Íslandssögunni er lýst sem allsherjarsamsæri Björns og Sveins. Samsæris­ kenningar njóta hylli jafnt vinstri­ sem hægrimanna og sjálfsagt þeirra í miðjunni líka. Björn og Sveinn er á mörkum módernisma og póstmódernisma. Hið móderníska birtist í vitundarflæði í anda Joyce. Póstmódernisminn felst m.a. í endalausum tilvísunum í aðra texta, þjóðsögur, vísur Jóns Arasonar og óperu Mozarts Don Giovanni. Einnig í því að þetta er fjölradda saga, stundum talar raust vitundarflæðis. Oft mælir fríkuð rödd en stundum er talað í þjóðsagnastíl, stundum í hátíðlegum siðaprédikunarstíl.68 Svo er blandað inn í textann ljóðum og söngtextum, og enn bætast þar við nýjar raddir. Þess utan eru sömu sögurnar sagðar frá fleiru en einu sjónarhorni, af hinum og þessum röddum. Fátt er meira í anda póstmódernismans en fjölradda sögur. Ástæðan er sú að í fjölraddasögum afbyggist hin heild­ stæða hugvera sem virðist tala valdsmannslega í sígildum skáldsögum.69 Til dæmis talar aðeins ein rödd í Hringjaranum frá Notre Dame eftir Victor Hugo. Sú rödd er alvitur og hefur alla söguþræði í hendi sér. Hún er rödd heildrænnar hugveru sem tekur einarða siðferðilega afstöðu gegn óupp­ lýstum hugsunarhætti miðaldamanna. Sé hins vegar klára siðferðisafstöðu að finna í Birni og Sveini þá er hún vandlega dulin. Kannski hún felist í andúð á hræsni og þjóðrembu. Þjóðernisstefna fær oft hressilega á baukinn hjá Megasi, það án þess að eitthvað annað sé boðað í hennar stað. Vinstrimenn eiga engan einka­ rétt á andúð á þjóðernisstefnu, frjálshyggjumenn eru henni almennt and­ snúnir, einnig miðhægri hugsuðir á borð við Karl Popper.70 Þess utan hefur vinstristefna oft blandast þjóðernisstefnu, ekki síst á Íslandi, t.d. í hugum foreldra Megasar. Ef til vill hefur Megas verið í uppreisn gegn foreldrum sínum, trú þeirra á stórsögur þjóðernishyggju og sósíalisma. Þeirri trú lýsir Megas (Píslin?) með fjarlægum hætti í bernskuminningum, samsamar sig þeim augljóslega ekki.71 Alltént eru kvæði hans einatt neikvæð og hæðnisleg eins og sæmir póst­ módernista. Svipað viðhorf má finna í mörgum af textum Dylans, t.d. It‘s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.