Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 9
S j ö t í u þ ú s u n d h u g s a n i r
TMM 2015 · 4 9
Hvort fannst þér skemmtilegra: bók eða bíó?
Það var bara allt öðruvísi – ég tók því sem var í boði, bókum og bíói,
en maður hafði meiri aðgang að bókum, bókin varð mjög snemma svona
hliðarheimur sem var að sama skapi mjög raunveruleg upplifun. Ég upp
götvaði snemma að ég gat fengið aðgang að lífi annarra, tilfinningum þeirra
og reynslu í gegnum bækur og það var raunverulegur aðgangur.
Hvernig barn varstu? Óþekk, stillt?
Ég var stillt en stundum óvart óþekk því ég var hugmyndarík, mér datt
stundum í hug að framkvæma hluti sem voru ekki nógu vel ígrundaðir.
Mig langaði stundum til að virkja samtakamátt krakkanna og gera eitt
hvað stórfenglegt en það gekk venjulega ekki eftir.
Það stóð einu sinni eða tvisvar til að færa mig upp um bekk en ég óttaðist
svo strákana í eldri bekknum að ég leit á það sem refsingu þannig að ég neitaði
því. Ég var líka seinþroska líkamlega og frekar barnaleg lengi fram eftir.
Byrjaðir þú að skrifa þegar þú varst barn?
Ég byrjaði þannig að mig vantaði sögur til að lesa svo ég fór að búa til heim
eða heima. Ég tók venjulega ubeygjur inn í ritgerðarverkefnin í skólanum og
skrifaði langa útúrdúra og hliðarsögur. Það var ekki fyrr en ég varð fullorðin
að ég gerði mér grein fyrir því að sá eiginleiki að fara ekki eftir bókinni væri
kenndur við ímyndunarafl. Þegar ég var svona átta ára vann ég ritgerðar
samkeppni barna í Reykjavík og fékk í verðlaun að stjórna Sinfóníuhljóm
sveitinni á barnatónleikum. Það er til ljósmynd sem mér þykir vænt um frá
tónleikunum af mér og „meðstjórnanda“ mínum, Þorkatli Sigurbjörnssyni
tónskáldi. Þegar ég var við nám í París var ég kynnt fyrir Þorkatli í boði hjá
Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Ég sagði: „Sæll, við þekkjumst. Við hitt
umst fyrir 20 árum …“
***
Hvert er uppáhaldsorðið þitt?
Ætli það sé ekki mamma. Vegna merkingarinnar. En það er eins og með
snúðana þína: maður getur ekki lifað eingöngu á því sem er uppáhalds.
Mér finnst fossbað líka skemmtilegt orð, foss vegna hljóðlíkingarinnar og
bað vegna minningar af baðferð, gott ef hún tengist ekki einum af þessum
fimmtíu fossum sem hurfu með Kárahnjúkavirkjun. Eini maðurinn sem
ég man eftir að hafi sagst eiga sér uppáhaldsorð var íslenskukennarinn
minn í menntaskóla; Ögmundur Helgason. Það var sögnin að sniðskera.
Dæmi: sniðskera fjallshlíðina og ekki verra ef það var Mælifellshnjúkur
því Ögmundur var úr Skagafirðinum. Í bók Þórðar á Skógum, Veðurfræði
Eyfellings, eru líka mörg orð sem ég held mikið upp á. Eins og flapur, það er
annaðhvort vindstrekkingur eða rigning. Hvað þýddi það nú aftur …?