Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 42
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 42 TMM 2015 · 4 Í öruggum höndum Árangurinn af sjálfsvitund bókanna og aðlaðandi frásögn Jóns verður sá að lesandinn hvílir öruggur í frásögninni. Sögumaður hefur búið honum öruggan stað, líkt og hann sé á trúnó með sögumanni sem treystir honum fyrir innstu leyndarmálum sínum. Það sama má segja um eitt helsta frásagnarbragð Jóns, fyrirboða og aðvaranir. Í upphafi Aukaspyrnu á Akur­ eyri er boðaður dauði einnar persónunnar sem þó verður ekki fyrr en í blálok bókarinnar: Ég ákvað að skrifa EKKI bók um ferðina til Akureyrar í fyrra því það gerðist ekkert svo margt merkilegt þá. Ég ákvað hins vegar að skrifa um mótið í ár því það var bara fáránlegt hvað það gerðist margt á mótinu í sumar. Ég vil ekkert segja of mikið strax en …: Það deyr einn í þessari bók! (AáA, 9) Draumar Jóns, en hann er berdreyminn í meira lagi, gegna svipuðu hlut­ verki, þeir auka spennuna í sögunni en búa lesandann jafnframt undir það að hann eigi eftir að lesa um erfiða og stundum skelfilega hluti. Þetta er mikilvægt vegna dauðsfallsins sem boðað er í upphafi annarrar bókar, en ekki síður vegna sögu Ívars og ofbeldisins sem hann verður fyrir. Samtakamáttur vinanna og aðstoð frá fullorðnum bjargar honum úr þeim hremmingum í fyrstu bókinni en það þarf að bjarga Ívari oftar eins og kemur á daginn í síðari bókunum. Það steðjar ýmis ógn að strákum og stelpum í Fótboltasögunni miklu, sem þarf að sigrast á, og það gera þau, ekki síst í krafti samstöðu og vináttu. Helsta ógnin í bókunum stafar frá hinum fullorðnu. Allar fjölskyldur, aðrar en Ívars, eru samheldnar og foreldrar, systkini og þjálfarar standa eins og klettar við hlið strákanna. Það er önnur ástæða þess að hægt er að láta þá ganga í gegnum það sem þeir lenda í. Þannig vinnur frásagnaraðferðin með atburðarásinni. Bæði sjálfsvís­ anir Jóns og hin nálæga og aðlaðandi frásögn gera það að verkum að þótt heimurinn sem lesandi gengur inn í við lesturinn sé spennandi og þar geti hættulegir og sorglegir atburðir gerst, þá er lesandinn alltaf í öruggum höndum. Sá ungi lesandi sem hefur lesið Fótboltasöguna miklu hefur þannig lært ýmislegt um mannlífið. Um fólk sem er vont við börnin sín, glæpamenn sem einskis svífast og slys sem geta breytt lífi fólks. En um leið hefur hann fræðst um það hvernig hægt er að segja sögu og hvaða brögðum sögumenn geta beitt. Og þessi brögð sögumannsins eru mikilvæg, án þeirra væri margt sem ekki væri hægt að segja í barnabók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.