Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 86
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n
86 TMM 2015 · 4
dugi honum ekki til að fella þau kynni að heimsmynd sinni. Þessi atburður er
miðpunktur skáldsögunnar – og sagan sem játningarit Adsos á öðru fremur
uppsprettu sína í þessari einstæðu stund um miðbik hinnar atburðaríku
viku – stundinni þegar ástarsagan truflar glæpasöguna. Síðla kvölds finnur
Adso fyrir veru í eldhúsinu á jarðhæð bókasafnsins; þetta er fátæk stúlka.
Hún hefur fengið kjötmeti frá manni sem hefur væntanlega ætlað að hafa not
af henni í staðinn, en hann flýr af vettvangi við komu Adsos. „Og skyndilega
birtist mér stúlkan eins og sú svarta en fagra mær sem frá segir í Ljóða
ljóðunum“ (230). Adso missir tökin, varnir falla, ástarstund Ljóðaljóðanna
endurfæðist, nema hvað nú er það hún („brúðurin“) sem á frumkvæðið:
„Og hún kyssti mig kossi munns síns og ástarhót hennar voru yndislegri en
vín […]“ (231). Hin dökkleita kona, kannski sólbökuð eftir vinnu í víngörð
unum, eins og brúðurin í Ljóðaljóðunum – þótt nútímalesandi kunni í fljótu
bragði að skilja litaraftið með öðrum og enn „róttækari“ hætti; hún mætir
hinum kuflbúna sveini, og hann afhjúpast og „cuncta erant bona“, allt var
gott. En líka framandi og er hann fellur „næstum í öngviti ofan á líkamann
sem ég hafði sameinazt skildi ég í síðasta lífsblossanum að í loganum býr
ljómandi tærleiki, innborið afl og eldlegur hiti, en hinn ljómandi tærleika á
hann svo hann megi lýsa og eldlegan hitann svo hann megi brenna“ (232).
Þessi síðustu orð eru raunverulega brennandi við endurlestur sögunnar,
því að Adso á hér þátt í atburðarás sem leiðir til þess að stúlkan er hand sömuð
af páfagarðsmönnum þegar hún vogar sér aftur á svæðið næstu nótt, kannski
vegna þess að hún hafði gleymt matarböggli sínum eftir ástarfundinn. Og
með því að bendla hana við svartan kött og svartan hana, tekst dómar anum
að draga meintan „svartagaldur“ hennar inn í glæpafárið í klaustrinu og þar
með er hún orðin djöfulleg norn. Og eins óskaplegur og bruni klaustursins
og bókasafnsins er í bókarlok – sú apokalyptíska lýsing er öll stórbrotin af
hálfu þeirra Ecos og Thors – kann það að svíða lesandann og Adso meir að
á sama tíma brennur konan eina væntanlega á öðru báli. Páfagarðsmenn
höfðu tekið hana með sér. Hún verður brennd á leiðinni, segir Vilhjálmur við
Adso, „í einhverju litlu kataraþorpi meðfram ströndinni“ (378).
Hrakföll og fjölmenning
Sú athygli sem hin útskúfuðu og ónefndu fá í sögu Ecos er þáttur í fjölmenn
ingu verksins (sem er þó sem fyrr segir einkum, en ekki algerlega, karla
fjölmenning). Klausturbúar og gestir þeirra eru víða að, Jorge er frá Spáni,
Vilhjálmur enskur en Adso þýskur. Það mætti ætla að klaustrið væri sam
evrópskur staður en landamörk koma þó í ljós þegar að kreppir, eins og þegar
ábótinn segir það hafa verið rangt hjá sér „að mælast til þess af útlendingi,
hversu spakur sem hann væri […] að rannsaka þá hluti sem einungis voru
á mínu færi“ (420). Fjölmenning bókasafnsins nær lengra og þangað hefur
verið safnað ritum á ýmsum tungumálum og úr fjarlægum heimshornum.