Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 28
B r y n h i l d u r Þ ó r a r i n s d ó t t i r 28 TMM 2015 · 4 til að koma börnunum á bragðið, eins og ný rannsókn á íslenskukennslu í grunn­ og framhaldsskólum leiðir í ljós.41 Læsisátakið hefði orðið svo miklu sterkara með víðtæku samstarfi; breið­ fylkingu fólks sem áhuga og þekkingu hefur á verkefninu. Ekkert samráð var hins vegar haft við samtök á þessu sviði. Ekki var talað við Kennara­ sambandið eins og fram kemur í grein varaformanns þess í október­ hefti Skólavörðunnar.42 Ekki var talað við Rithöfundasambandið, bóka­ útgefendur, bókasafnsfræðinga, skólasafnakennara eða nokkra aðra sem hafa með barnabækur að gera. Upplýsingagjöf er ekki það sama og samráð, hvað þá samvinna. Í umræðunni um árangur barna í lesskilningi hefur helst verið horft til Finnlands sem fyrirmyndar. Áhugi á lestri í Finnlandi er mun meiri en hér og námsárangur barna betri í PISA. Þetta er samt varasamt viðmið því að finnskir krakkar eru á nákvæmlega sömu leið og okkar börn. Línuritið steypist með sama hraða niður á við, þeir hafa bara úr hærri söðli að falla. Ef við skoðum Norðurlöndin er árangur barna í Finnlandi, Svíþjóð og Íslandi áberandi lakari í PISA 2012 en 2000.43 í Danmörku og Noregi er árangurinn aftur á móti um það bil sá sami nú og árið 2000. Það sem þessi tvö lönd eiga sameiginlegt er að hafa lagt í umfangsmikið lestrarátak, Danir kölluðu sitt átak Læselystkampagne, Norðmenn notuðu yfirskriftina Gi rom for lesing.44 Í báðum löndum var lögð áhersla á víðtækt samstarf stjórnvalda, rithöf­ unda, skólasafna, kennara, fjölmiðla og fleiri. Unnið var út frá lestraránægju og bættu aðgengi barna að bókum. Í báðum löndum voru stofnaðir sjóðir sem veittu styrki til lestrarhvetjandi verkefna. Læselyst í Danmörku stóð frá 2003–3007 og hlutu 130 lestrarhvetjandi verkefni styrk á því tímabili. Sýnt þótti að árangur næðist með því að höfða til áhuga barnanna og frelsis til að velja sér lesefni og var átakið því framlengt til 2010. Margvísleg verkefni sem urðu þá til eru enn í gangi. Gagn og gaman Átaks er þörf til að bæta lestrarvenjur barna á Íslandi og opinbert átak er hafið. 12,8 milljónir voru greiddar fyrir undirbúning átaksins; 1,2 milljónir fyrir nefndarstörf og 11,6 milljónir fyrir verkefnisstjórn, eins og Fréttablaðið greindi frá.45 Þessi kostnaður er ekki talinn með í fjárhagsáætlun átaksins sem hljóðar upp á 1.060 milljónir. Þar kemur hins vegar fram að sex millj­ ónir fara í PR­mál eða kynningu á átakinu.46 Inni í þeirri fjárhæð eru ferðir ráðherra og fylgdarliðs milli sveitarfélaga með holótt plastlíkan af lands­ svæðum sem upprúlluðum, undirrituðum samningum er stungið í. Ingó veðurguð syngur lagið hans Bubba um að gott sé að elska með nýjum texta: „Það er gott að lesa“ og börnin raula með. Samt er ekki rætt um neitt annað en „að lesa sér til gagns“ og 70% fjárins sem ætlað er í átakið fara með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.