Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 22
B r y n h i l d u r Þ ó r a r i n s d ó t t i r
22 TMM 2015 · 4
var meginviðfangsefni PISA prófanna 2009 og munurinn á árangri barna
sem lásu daglega utan skóla og hinna bóklausu samsvaraði allt að einu og
hálfu skólaári.20
Ánægja af lestri og lestur utan skóla segja einna helst fyrir um gott gengi
í lesskilningi í PISA. Nýjar rannsóknir sýna að orðaforðinn vegur jafnvel
enn þyngra þegar kemur að PISA, eins og Freyja Birgisdóttir hefur bent á.21
Maryanne Wolf, sem kom til landsins á vegum Menntamálaráðuneytisins í
fyrra, ræddi einnig um mikilvægi orðaforða fyrir lesskilning22 og í riti ráðu
neytisins um grunnþætti menntunar, læsi, er minnt á að skilningur er háður
orðaforða.23
Orðaforði verður ekki til í tómarúmi. Farsælasta og fljótlegasta leiðin til
að byggja upp ríkulegan orðaforða er lestur bóka því jafnvel í myndabókum
fyrir leikskólaaldurinn er orðaforðinn annar og fjölbreyttari en í talmáli.
Einhver ódýrasta fjárfesting sem samfélagið getur ráðist í er að taka upp 20
mínútna yndislestur á dag í hverjum einasta bekk í hverjum einasta grunn
skóla. Sambandið milli lestraráhuga, tíma sem varið er í frjálsan lestur, orða
forða og lesskilnings er of sterkt til að líta fram hjá því.
Mikilvægt er að taka rannsóknir á mikilvægi orðaforðans fyrir lesskiln
ing alvarlega. Staðan er hreinlega orðin þannig að mörg íslensk börn skortir
grunnorðaforða á móðurmálinu og það kemur vitaskuld niður á lesskilningi
þeirra. Talsverð umræða varð í vor um enskuskotinn orðaforða barna í
kjöl far orða Lindu Bjarkar Markúsdóttur talmeinafræðings.24 Linda sagðist
oft fá til sín grunnskólabörn sem gripu til ensku í daglegu tali, jafnvel börn
á leikskólaaldri ættu stundum auðveldara með að sækja orð á ensku en
íslensku í fylgsni hugans. Ástæðan var augljós að mati Lindu, tölvur og tækni
sem aðeins að takmörkuðu leyti byðu upp á íslensku. Það er hægt að fá tækin
til að tala og skilja íslensku en það kostar sitt. Samkvæmt tillögum nefndar
um notkun íslensku í upplýsingatækni er þörf á milljarði króna í máltækni á
næstu 10 árum25. Farið var fram á 90 milljónir fyrir árið 2016 en í fjárlögum
er verkefninu skammtaður þriðjungur þess fjár. Þarna er enn einn mögu
leikinn á skynsamlegri nýtingu fjár til styrkingar þeirra grunnþátta sem
byggja upp lesskilning.
Rannsóknir á lestrarvenjum bókaorma sýna enn fremur að aðgengi að
barnabókum og sterkar lestrarfyrirmyndir skipta miklu máli eigi börn að
fá áhuga á lestri.26 Þetta vita líka reyndir kennarar á borð við Nancie Atwell
sem hlaut The Global Teacher Award fyrr á árinu fyrir framúrskarandi
árangur nemenda sinna í læsi.27 Nancie kennir 12–14 ára unglingum í Maine
í Bandaríkjunum og nemendur hennar lesa að jafnaði 40 bækur á skólaári.
Ástæðan fyrir miklum lestraráhuga nemendanna er ekki síst sú að í kennslu
stofunni er gott bókasafn sem valið er sérstaklega fyrir nemendahópinn.
Nancie leggur út af versnandi frammistöðu enskumælandi nemenda í PISA
í grein í The Telegraph 5. október sl. og fjallar þar um mikilvægi breyttrar
nálgunar í læsi.28 Hún bendir á að niðurstöður rannsókna sl. aldarfjórðung