Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 95
TMM 2015 · 4 95
Sverrir Norland
Bókakassinn
Einn morguninn opnaði ég gmailinn minn og sá tölvupóst frá Íslenska
rithöfundasambandinu, þau langaði að bjóða mér að fara á „Debutants
seminariet“ í Svíþjóð, skapandi ritsmiðju sem ætluð er ungum og upprenn
andi höfundum á Norðurlöndunum og haldin árlega á eyjunni Biskops
Arnö. Fyrir smiðjunni er rúmlega fimmtíu ára gömul hefð, miðað er við að
ungu höfundarnir hafi nýlega „debúterað“, þ.e. sent frá sér sína fyrstu stóru
bók, og ég tók þessu auðvitað fagnandi. Biskops Arnöfólkið sýndi þann
höfðingsskap að kaupa undir mig flugmiða alla leið frá New York (þar sem
ég bjó – mér leið eins og rokkstjörnu) og á Arlandaflugvellinum í Stokk
hólmi beið mín skælbrosandi leigubílstjóri með nafnið mitt ritað stórum,
skýrum stöfum á spjaldtölvuskjá („Sverir“). Ég hafði ekkert getað sofið í
flugvélinni yfir nóttina, auk þess sem það varð talsverð seinkun á fluginu,
svo að ég dottaði kurteislega meðan bílstjórinn ók mér um sólbaðaðar nær
sveitir Stokkhólms. Ég missti af nafnakynningunni og inngangsorðum eldri
höfundanna, brosti bara þegar ég steig syfjaður inn í stofuna til þeirra og
kynnti mig á einhvers konar bræðingi af djöflasænsku og ensku. Úti í horni
stofunnar, á borði með ýmiss konar tímaritum og bæklingum, rak ég augun
í hvítan pappakassa sem merktur var útgefandanum mínum á Íslandi. Ég
var orðinn uppiskroppa með eintök af fyrstu skáldsögunni minni í New
York, þar sem við Karlotta bjuggum, og hafði því beðið pabba um að kaupa
fáein eintök á Íslandi og senda alla leið hingað til Biskops Arnö, þar sem mér
skildist að höfundarnir væru hvattir til að býtta á bókum.
En af hverju var kassinn svona hryllilega stór?
Hvað hafði pabbi eiginlega sent hingað margar bækur?
Hundrað?
Það var honum líkt að afgreiða málin með trompi!
Þetta var í skásta falli frekar mikið vandró. Næstum enginn þarna gat lesið
íslensku, engu að síður hafði mig langað til að hafa með nokkur eintök, bara
upp á að sýna smá lit ef ske kynni að einhver vildi býtta.
En auðvitað vildi enginn býtta. Það gat enginn lesið bókina mína.
Það þyrmdi yfir mig: Ég skrifaði á tungumáli sem næstum enginn skildi,
ekki einu sinni aðrir Norðurlandabúar.
Ég afsakaði mig og laumaði kassanum með mér inn í herbergið mitt. Ýtti