Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 95
TMM 2015 · 4 95 Sverrir Norland Bókakassinn Einn morguninn opnaði ég gmail­inn minn og sá tölvupóst frá Íslenska rithöfundasambandinu, þau langaði að bjóða mér að fara á „Debutants seminariet“ í Svíþjóð, skapandi ritsmiðju sem ætluð er ungum og upprenn­ andi höfundum á Norðurlöndunum og haldin árlega á eyjunni Biskops Arnö. Fyrir smiðjunni er rúmlega fimmtíu ára gömul hefð, miðað er við að ungu höfundarnir hafi nýlega „debúterað“, þ.e. sent frá sér sína fyrstu stóru bók, og ég tók þessu auðvitað fagnandi. Biskops Arnö­fólkið sýndi þann höfðingsskap að kaupa undir mig flugmiða alla leið frá New York (þar sem ég bjó – mér leið eins og rokkstjörnu) og á Arlanda­flugvellinum í Stokk­ hólmi beið mín skælbrosandi leigubílstjóri með nafnið mitt ritað stórum, skýrum stöfum á spjaldtölvuskjá („Sverir“). Ég hafði ekkert getað sofið í flugvélinni yfir nóttina, auk þess sem það varð talsverð seinkun á fluginu, svo að ég dottaði kurteislega meðan bílstjórinn ók mér um sólbaðaðar nær­ sveitir Stokkhólms. Ég missti af nafnakynningunni og inngangsorðum eldri höfundanna, brosti bara þegar ég steig syfjaður inn í stofuna til þeirra og kynnti mig á einhvers konar bræðingi af djöflasænsku og ensku. Úti í horni stofunnar, á borði með ýmiss konar tímaritum og bæklingum, rak ég augun í hvítan pappakassa sem merktur var útgefandanum mínum á Íslandi. Ég var orðinn uppiskroppa með eintök af fyrstu skáldsögunni minni í New York, þar sem við Karlotta bjuggum, og hafði því beðið pabba um að kaupa fáein eintök á Íslandi og senda alla leið hingað til Biskops Arnö, þar sem mér skildist að höfundarnir væru hvattir til að býtta á bókum. En af hverju var kassinn svona hryllilega stór? Hvað hafði pabbi eiginlega sent hingað margar bækur? Hundrað? Það var honum líkt að afgreiða málin með trompi! Þetta var í skásta falli frekar mikið vandró. Næstum enginn þarna gat lesið íslensku, engu að síður hafði mig langað til að hafa með nokkur eintök, bara upp á að sýna smá lit ef ske kynni að einhver vildi býtta. En auðvitað vildi enginn býtta. Það gat enginn lesið bókina mína. Það þyrmdi yfir mig: Ég skrifaði á tungumáli sem næstum enginn skildi, ekki einu sinni aðrir Norðurlandabúar. Ég afsakaði mig og laumaði kassanum með mér inn í herbergið mitt. Ýtti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.