Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 18
18 TMM 2015 · 4 Brynhildur Þórarinsdóttir Sísí fríkar út Nokkrir dropar í bakkafulla læsislækinn Læsishasar – hverjum hefði dottið í hug að þessi tvö orð næðu saman? Það er þó varla hægt að lýsa umræðunni um læsi í haust á annan hátt. Forsíðufréttir með krassandi fyrirsögnum, yfirlýsingar og aðdróttanir – um kennslu í 1. bekk. Sísí sem sá sól var ýmist hafin til skýjanna eða send út í kuldann. Einhvern veginn fléttaðist fjarvera Sísíar saman við lesskilning unglinga og þjóðarsáttmála menntamálaráðherra um læsi. Samt fór hún aldrei neitt. Íslenskir unglingar standa sig sífellt verr í alþjóðlegum samanburði og það veldur skiljanlega áhyggjum.1 Í fréttum er hermt að þriðji hver drengur í 10. bekk geti ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA rannsókn OECD. Stjórn­ málamenn draga upp hrollvekjandi framtíðarsýn þar sem ólæsir piltar ráfa stefnulaust um upplýsingaþjóðfélagið, vergri þjóðarframleiðslu til mikils skaða2. Kynntur er þjóðarsáttmáli um læsi með inngripum í kennslu og glænýjum prófum sem hækka eiga drengina upp úr gagnsleysisflokknum. Ekki er þó fyllilega ljóst hvað felst í því að lesa sér til gagns og ýmsir geta eflaust tekið undir með Jóni Gnarr sem sagði í grein í Fréttablaðinu 29. ágúst sl.: „Ég verð líka að viðurkenna að ég skil ekki alveg hugtakið „að lesa sér til gagns“. Ég set það alltaf í samband við það að geta lesið innihaldslýsingu á umbúðum útí búð. Ég skil ekki hugsunina á bak við hugtakið. Hvað varð um „að lesa sér til gamans“?“3 Í meðförum Menntamálastofnunar þýðir hugtakið að nemendur séu undir þrepi 2 á lesskilningshluta PISA prófsins, en takmarkað gagn og lítið gaman kann að vera að slíkri tæknihyggju í skólum landsins. Á málþingi Háskólans á Akureyri um lestur og læsi 10. október sl. boðuðu sérfræðingar Menntamálastofnunar þá kenningu að börn þurfi tækni og hraða áður en þau hafi forsendur til að njóta lestrar. Það er skrýtin hug­ mynd. Börn þurfa bækur til að verða læs og góðar barnabækur til að langa til að lesa. Lestrarkennsla getur aldrei hverfst um það eitt að kenna lestur, eins furðulega og það hljómar, börnin verða ekki læs nema sökkva sér ofan í lesturinn; þau verða að öðlast áhuga á lestri. Læsi felur í sér meira en lestur sem umskráningu tákna, læsi felur í sér færni í tungumálinu, lestri og ritun. Að vera læs snýst um meira en atkvæði á mínútu eða mælanlega frammistöðu, það snýst um sköpun merkingar – túlkun og tjáningu. Það snýst um að kafa í djúpið í stað þess að skoppa á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.