Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 127
TMM 2015 · 4 127
Friðrik Rafnsson
Djúpspennusagnahöfundurinn
Pierre Lemaitre
Séu bókmenntaverðlaun einhver mælikvarði á gildi skáldsagna er franski
rithöfundurinn Pierre Lemaitre einn merkasti rithöfundur franskra sam
tímabókmennta, en frá því að hann sneri sér heill og óskiptur að ritstörfum
árið 2006 hefur hann ellefu sinnum verið heiðraður fyrir verk sín. Og það
sem verður að teljast enn athyglisverðara: hann er sennilega eini núlifandi
höfundurinn sem hefur hlotið bæði Concourtverðlaunin, ein virtustu
bókmenntaverðlaun Frakka, árið 2013, og Verðlaun CWA, Alþjóðlega rýt
ing inn. Síðarnefndu verðlaunin fékk hann svo aftur nú í júlímánuði 2015.
Lesendur um heim allan eru farnir að fylgjast vel með ferli höfundarins,
því bækur hans hafa nú verið þýddar eða þær er verið að þýða á um það
bil þrjátíu tungumál og þær hafa víða náð metsölu. Þeirra á meðal er
gæðaþrillerinn Alex sem kom út hérlendis í byrjun ársins og var nýverið til
nefnd til spennusagnaverðlaunanna sem kennd eru við Ísnálina.
Um höfundinn
Pierre Lemaitre fæddist í París þann 19. apríl 1951 og varð því sextíu og
fjögurra ára s.l. vor. Hann er sálfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur
lengi vel, en sneri sér smátt og smátt að fullorðinsfræðslu og endurmenntun
tiltekinna starfstétta, einkum fólks á sviði upplýsinga og bókasafnsfræða.
Sérgrein hans þar var franskar og bandarískar samtímabókmenntir og
áður en hann vissi af var hann sjálfur farinn að skrifa skáldsögur, þátta og
kvikmyndahandrit. Hann sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Travail soigné
(Vönduð vinnubrögð; Irene í ensku útgáfunni) árið 2006 sem sló rækilega í
gegn, og fyrir hana hlaut höfundurinn sérstök verðlaun fyrir fyrstu skáld
söguna á bókmenntahátíð í Cognac sama ár. Þessi bók reyndist síðan verða
fyrsti hluti þríleiksins um rannsóknarlögreglumanninn Camille Verhœven.
Önnur bókin í þeim flokki er áðurnefnd Alex (2011) og sú þriðja er Sacrifices
(2012, Fórnir eða Camille í ensku útgáfunni). Þessi spennusagnaröð ásamt
Goncourtverðlaunabókinni Au revoir làhaut (bókstaflega Verið sæl þarna