Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 130
F r i ð r i k R a f n s s o n 130 TMM 2015 · 4 og voru þau afhent við virðulega athöfn á glæsilegum veitingastað í París sem nefnist Drouant. Í rökstuðningi verðlaunanefndarinnar kom fram að Pierre Lemaitre hafi í þessari skáldsögu sýnt og sannað að hann sé einn merkasti spennusagna­ höfundur Frakka nú um stundir og afburða rithöfundur hvernig sem á það sé litið. Au revoir là­haut er söguleg skáldsaga sem er hátt í sex hundruð blaðsíður að lengd. Hún fjallar um tvo menn sem snúa aftur úr síðari heims­ styrjöldinni sárir á sál og líkama og það hvernig þeir takast á við hversdags­ lífið á ný eftir slíka lífsreynslu. Yfirleitt hafa frásagnir af stríðsátökum verið hetjusögur, en Lemaitre fer aðra leið og býr til andhetjur. Honum tekst á meistaralegan hátt að gera þessa tvo menn að holdgervingum allra þeirra sem börðust í fyrri heims­ styrjöldinni, lifðu af með sárt samviskubit yfir að hafa gert það og þurftu síðan að laga sig aftur að frönsku samfélagi sem tók örum breytingum. Dómnefndin var þeirrar skoðunar að Pierre Lemaitre hafi þarna tekist að skrifa áhrifamikla skáldsögu sem er full af andstæðum og oft nístandi sárum tilfinningum. En að þrátt fyrir allt sé í bókinni veruleg vonarglæta og að hamingjan sé hugsanleg handan harmleiksins. Bókin hefst undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar í nóvember 1918. Hermanni að nafni Albert Maillard Lancé er bókstaflega skipað að taka þátt í algerlega tilgangslausri lokaárás þar sem sprengjum rignir yfir liðið. Skipunina gefur yfirmaður hans, liðþjálfinn Henri d’Aulnay Pradelle, sem finnst undirmaðurinn ekki sækja nægilega hratt fram … Verkamaðurinn Albert er fastur ofan í skotgröf þegar ungur maður af auðugum ættum, Édouard Péricourt, bókstaflega bjargar lífi hans. En mitt í öllu þessu fær þessi ríkisbubbasonur í sig sprengju sem er „á stærð við súpuskál“ og tætir af honum hálft andlitið. Édouard er afmyndaður í framan það sem eftir er ævinnar, en með þeim Albert kviknar djúp og einlæg vinátta. Þrátt fyrir þessar gríðarlega erfiðu aðstæður sinnir alþýðudrengurinn yfir stéttar­ drengnum afmyndaða hetjulega og af hrífandi umhyggju. Eins kaldranalegt og það hljómar tók lítið skárra við að stríðinu loknu og bókin fjallar að mestu um erfiða lífsbaráttu þessara tveggja vina í París eftir stríð. Smátt og smátt dregur höfundurinn upp mynd af þessu sundurtætta samfélagi. Lífi lágstéttarfólks er lýst í gegnum Albert á afar áhrifamikinn hátt, hann minnir næstum á persónur Chaplins. Þannig neyðist öreiginn til að vinna sem lyftuvörður í stórverslun og síðan sem gangandi auglýsinga­ skilti þegar hann snýr aftur úr stríðinu. Þannig nær hann að sjá sjálfum sér og Édouard farborða, en Édouard hafði ekki talað við föður sinn árum saman og neitar að hafa samband við fjölskylduna. Heiftin í garð hennar er slík að hann ákveður með hjálp vinar síns að sviðsetja eigin dauða og útvega sér fölsuð persónuskilríki. Þetta verður skáldsagnahöfundinum tilefni til að lýsa erfiðu sambandi föður og sonar. Það hefur alltaf verið afar stirt samband milli Édouards,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.