Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 130
F r i ð r i k R a f n s s o n
130 TMM 2015 · 4
og voru þau afhent við virðulega athöfn á glæsilegum veitingastað í París
sem nefnist Drouant.
Í rökstuðningi verðlaunanefndarinnar kom fram að Pierre Lemaitre hafi
í þessari skáldsögu sýnt og sannað að hann sé einn merkasti spennusagna
höfundur Frakka nú um stundir og afburða rithöfundur hvernig sem á það
sé litið. Au revoir làhaut er söguleg skáldsaga sem er hátt í sex hundruð
blaðsíður að lengd. Hún fjallar um tvo menn sem snúa aftur úr síðari heims
styrjöldinni sárir á sál og líkama og það hvernig þeir takast á við hversdags
lífið á ný eftir slíka lífsreynslu.
Yfirleitt hafa frásagnir af stríðsátökum verið hetjusögur, en Lemaitre fer
aðra leið og býr til andhetjur. Honum tekst á meistaralegan hátt að gera
þessa tvo menn að holdgervingum allra þeirra sem börðust í fyrri heims
styrjöldinni, lifðu af með sárt samviskubit yfir að hafa gert það og þurftu
síðan að laga sig aftur að frönsku samfélagi sem tók örum breytingum.
Dómnefndin var þeirrar skoðunar að Pierre Lemaitre hafi þarna tekist að
skrifa áhrifamikla skáldsögu sem er full af andstæðum og oft nístandi sárum
tilfinningum. En að þrátt fyrir allt sé í bókinni veruleg vonarglæta og að
hamingjan sé hugsanleg handan harmleiksins.
Bókin hefst undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar í nóvember 1918.
Hermanni að nafni Albert Maillard Lancé er bókstaflega skipað að taka
þátt í algerlega tilgangslausri lokaárás þar sem sprengjum rignir yfir liðið.
Skipunina gefur yfirmaður hans, liðþjálfinn Henri d’Aulnay Pradelle, sem
finnst undirmaðurinn ekki sækja nægilega hratt fram … Verkamaðurinn
Albert er fastur ofan í skotgröf þegar ungur maður af auðugum ættum,
Édouard Péricourt, bókstaflega bjargar lífi hans. En mitt í öllu þessu fær
þessi ríkisbubbasonur í sig sprengju sem er „á stærð við súpuskál“ og tætir
af honum hálft andlitið. Édouard er afmyndaður í framan það sem eftir er
ævinnar, en með þeim Albert kviknar djúp og einlæg vinátta. Þrátt fyrir
þessar gríðarlega erfiðu aðstæður sinnir alþýðudrengurinn yfir stéttar
drengnum afmyndaða hetjulega og af hrífandi umhyggju. Eins kaldranalegt
og það hljómar tók lítið skárra við að stríðinu loknu og bókin fjallar að mestu
um erfiða lífsbaráttu þessara tveggja vina í París eftir stríð.
Smátt og smátt dregur höfundurinn upp mynd af þessu sundurtætta
samfélagi. Lífi lágstéttarfólks er lýst í gegnum Albert á afar áhrifamikinn
hátt, hann minnir næstum á persónur Chaplins. Þannig neyðist öreiginn til
að vinna sem lyftuvörður í stórverslun og síðan sem gangandi auglýsinga
skilti þegar hann snýr aftur úr stríðinu. Þannig nær hann að sjá sjálfum
sér og Édouard farborða, en Édouard hafði ekki talað við föður sinn árum
saman og neitar að hafa samband við fjölskylduna. Heiftin í garð hennar er
slík að hann ákveður með hjálp vinar síns að sviðsetja eigin dauða og útvega
sér fölsuð persónuskilríki.
Þetta verður skáldsagnahöfundinum tilefni til að lýsa erfiðu sambandi
föður og sonar. Það hefur alltaf verið afar stirt samband milli Édouards,