Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 70
G e r ð u r K r i s t n ý 70 TMM 2015 · 4 unglingur og kominn tími til að haga sér sem slíkur. Unglingar tóku strætó í bíó. Heima var allt með kyrrum kjörum. Engin ljós höfðu verið kveikt. Mamma var örugglega inni að leggja sig en hún hafði samt tekið til hádegis­ matinn minn. Flatbrauð með osti og hálft epli biðu á diski. Allt samkvæmt venju. Mjólkinni hellti ég sjálf í glas. Þegar ég var búin að borða fór ég inn í her bergið mitt. Það var innst á ganginum og ég hafði lært að læðast framhjá svefn herbergisdyrunum. Ég leið inn ganginn eins og kafari í niðamyrkum sjó. Geiturnar þrjár hefðu getað lært margt af mér. Tröllið hefði aldrei hrokkið upp hefði ég lagt leið mína yfir brúna. Ég vissi að mamma myndi ekki birtast fyrr en rétt áður en pabbi kæmi heim úr vinnunni. Ég settist hljóðlega við skrifborðið mitt. Ég yddaði blýantinn hljóðlega, fyllti hljóðlega inn í eyðurnar á dönskuverkefninu, skrifaði på, i og hos hljóð­ lega á blað. Svo hljóðlega dró ég andann að mér fannst ég vera að kafna. Nú væri Hildur í flaututíma svo ekki gat ég skroppið til hennar. Mér varð hugsað til Selmu og eyrnalokkanna. Mig langaði í svoleiðis lokka. Ég var næst­ um á leiðinni í bíó og þangað varð að fara í strætó. Að kvöldi til. Unglingar víluðu það ekki fyrir sér. Eins og segir í laginu, stundin var runnin upp. Ég fann strætómiða í skúffunni á símaborðinu og hélt út á stoppustöð. Litlu síðar kom þristurinn akandi út úr kófinu og stöðvaði með hvini fyrir framan mig. Ég steig inn og fékk mér sæti í miðjum vagninum. Janúarmyrkrið þrýsti sér upp að strætóglugganum og kuldann lagði inn í gegnum rúðuna. Gangurinn í vagninum var ataður slabbi. Veturinn þrengdi sér alls staðar inn. Einhver hafði tússað símanúmer á sætisbakið fyrir framan mig. Kannski sjálfur eigandi númersins sem beið nú spenntur eftir upphringingu. Ekki ætlaði ég að slá á þráðinn. Ég hafði öðrum hnöppum að hneppa. Ég fór úr vagninum við Landsbankann og rölti að 1001 nótt, lítilli verslun sem hefði vel getað selt frjósemislyf úr nashyrningshornum eða undarleg lif­ andi kríli sem þoldu illa dagsbirtu. Þótt ég hefði ekki þorað að spyrja Selmu enskukennara hvar hún hefði fengið eyrnalokkana var ég viss um að ég fyndi þá hér. Ég lét augun reika um verslunina, allar skrýtnu smástytturnar, og velti fyrir mér hvernig liti út í herbergjum krakkanna sem keyptu hér dularfulla skrautmuni og patchuli­olíur. Hvort foreldrar þeirra segðu ekkert við jafn­ skrítinni lykt og hér liðaðist um eins og hver annar pönk­Móri. Við afgreiðsluborðið stóð maður, dökkur yfirlitum, í doppóttri skyrtu. Hann hafði flust úr hlýju kókoshnetulandi til þessa slabblands. „Get ég aðstoðað?“ spurði hann á bjagaðri íslensku. Ég varð svo feimin að ég gat allt í einu ekki talað. Hjartað hamaðist svo að það hefði líklega skotist út úr brjóstinu á mér hefði Pink Floyd­merkið ekki varnað því leið. Þegar ég reyndi að svara kom bara slabbneska út úr mér. Loks tókst mér þó að róa mig nóg til að að geta gert mig skiljanlega. „Áttu eyrnalokka með písmerkjum?“ stundi ég upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.