Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 120
S t e fá n Va l d e m a r S n æ va r r 120 TMM 2015 · 4 Foucault og Derrida. Rétt eins og þeir hefur Megas átt þátt í því að breyta afstöðu manna til „afbrigðilegra“ kynhneigða. Ekki með því að rökstyðja réttmæti þeirra heldur með að gera þau að viðfangsefni í skrifum og lögum. Sýna þessar hneigðir sem fyrirbæri sem eigi sess í opinberu rými. Í ofanálag sýnir hann geggjun sem eitthvað annað en sjúkdóm, það kann að hafa eitt­ hvað að segja fyrir pólitíska stefnumörkun í málum geggjaðra. Þá kann einhver að spyrja hvort ég beiti ekki helst til þröngri skilgreiningu á pólitík. Útiloka ég að hið persónulega geti verið pólitískt? Nei, alls ekki, hið persónulega kynhneigðaflakk sem kemur fram í sumum lögum Megasar gæti vel haft pólitíska þýðingu. Einnig það að sýna í lögum og textum veröld utangarðsmanna innanfrá án siðaprédikana. Það getur hjálpað mönnum að lifa sig inn í veröld þeirra og kannski skilja að þeir eigi líka sinn pólitíska og siðferðilega rétt, ekki bara innangarðsmenn. En það er engan veginn gefið að þessir persónulegu og pólitísku þættir séu vinstriþættir. Frjáls­ hyggjumenn vilja leyfa mönnum að hafa sínar kynhneigðir í friði og telja að allir eigi að fá möguleika á því að komast áfram, líka utangarðsmenn. Frjálshyggjumaðurinn Thomas Szasz er frægur fyrir andstöðu sína gegn hugmyndinni um að geggjun sé geðveiki.80 Derrida og Foucault mega teljast kvenréttindasinnar, gagnstætt því verður ekki borið á Megas að hann hafi ofreynt sig á að styðja kvenréttindabaráttu, textar hans hafa verið gagnrýndir fyrir meinta kvenfyrirlitningu.81 Menn þurfa ekki að vera vinstrimenn til að styðja rétt kvenna en menn geta vart talist til vinstri án þess að gera það. Hvað sem líður afstöðu Megasar til kvenna þá hefur hann gagnrýnt útlendingahatur í nýlegu lagi, Hjálpum þeim.82 Samanber það sem áður segir um að póstmódernistar eins og Foucault og Dylan hafi tekið einarða afstöðu til einstakra máli. Hjálpum þeim er eitt örfárra laga Megasar frá þessari öld sem telja má beinlínis pólitískt. En það er í sjálfu sér ekkert vinstrisinnað við að berjast gegn útlendingahatri, frjálshyggjumenn eru fylgjandi því að hver sem er geti flutt hvert sem er. Einstaklingurinn skipti öllu máli, þjóðerni eða litarháttur engu máli. Frjálshyggjumenn gætu þess vegna verið kátir yfir díbönkun Megasar á Íslandssögunni.83 Megas er sem sagt ekki auðflokkanlegur með vinstri­listamönnum. Hið póstmóderníska við hann er örugglega sjálfsprottið, ég sé engin bein áhrif frá póstmódernískri hugsun í verkum hans. Póstmódernisminn og verk Megasar eru tjáning sama tíðaranda. Lokaorð Ég hóf mál mitt á að ræða almennt um póstmódernisma og honum tengda efahyggju um stjórnmál. Einnig ræddi ég (afar) stuttlega það afbrigði póst­ módernismans sem kallast „póststrúkturalismi“. Ég tók undir gagnrýni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.