Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 101
B ó k a k a s s i n n TMM 2015 · 4 101 Lokakvöldið var upplestur og síðan bara partí. Allir voru þreyttir en virkuðu jafnframt kátir og afslappaðir. Ég hafði eignast sirka tuttugu nýja vini á tæpri viku, sem fyrir flesta er held ég sjaldgæf reynsla. Upplesturinn fór þannig fram að fyrst lásu þrír höfundar, síðan var gerð stutt pása, síðan lásu þrír til viðbótar. Fyrir hvora pásu hét ég mér því að rísa á fætur og segjast langa svo til að gefa öllum eintak af bókinni minni, sem ég hefði áritað og mynd­ skreytt, en ég guggnaði í bæði skiptin. Síðasti höfundurinn í fyrri lotunni skildi alla eftir í hálfgerðum sæluhrolli, sagan hennar hafði verið svo spenn­ andi að við biðum í óþreyju eftir málalyktunum og vorum hálfvönkuð eftir síðustu málsgreinina, síðasti höfundurinn í seinni lotunni hafði hins vegar verið svo fyndinn að allir voru ennþá skellihlæjandi þegar hann dró sig loks í hlé, og ég vildi bara ekki eyðileggja stemninguna með því að draga alla athyglina að einhverri bók sem næstum enginn gat hvort sem er lesið. Það versta var að mig dauðlangaði í bækur sumra hinna höfundanna – sem ég gat lesið – en ég horfði bara aðgerðalaus á þau sem skildu mál hvert annars býtta. Þetta var ósanngjarnt og skrítið ástand. Bókakassinn minn stóð bara þarna úti í horni, falinn undir gráu hettupeysunni minni (nema bara að hún náði engan veginn að fela þennan hvíta kartonhlunk) og lokapartíið hófst, án þess að ég kæmi með nokkra tilkynningu, einhver kveikti á músík, það saxaðist á vínbeljurnar, brátt barst í tal að fyrir því væri hálfgerð hefð að lokahófið á Biskops Arnö endaði með sundspretti í stöðuvatninu. Brrr, hugsaði ég og lenti svo á trúnó með Gunnari, sem viðurkenndi fyrir mér að hann hefði byrjað að yrkja ljóð fyrir tæpum tuttugu árum, í kjölfar þess að hann var stunginn ellefu sinnum með hníf af ókunnugum manni á bar, og dó næstum. Bókin hans Gunnars var ein þeirra sem mig dauðlangaði að lesa. *** Ég var orðinn vel drukkinn og hamingjusamur þegar ég laumaðist út í bjarta sumarnóttina með bókakassann minn. Kassinn var ennþá falinn undir gráu hettupeysunni minni. Ég gekk hröðum skrefum sem leið lá niðrað vatninu. Það hafði verið heiðskírt og hlýtt alla vikuna, næturbirtan ævinlega jafn draumkennd og fín, vatnið lygnt en göngulag mitt hins vegar valt og reikult, ég gekk eins og íslenski vindurinn, það var eins og ég gæti ekki alveg ákveð­ ið hvert ég stefndi. Loks steig ég út á litlu, dúandi trébryggjuna, hjá hvíta árabátnum, rétt eins og ég hafði gert fyrstu nóttina, þá andvaka og þreyttur, nú ölvaður og glaður. Ég opnaði bókakassann. Þarna lágu þau, ótal árituð eintök af fyrstu skáldsögunni minni, ætluð öllum þessum nýju vinum mínum. Ekkert þeirra gat lesið bókina. Ég andaði djúpt niðrí lungu og horfði um stund á lygnan vatnsflötinn. Það var eins og allt kyrrðist innra með mér. Svo hóf ég kassann á loft og hvolfdi úr honum með skvampandi látum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.