Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 96
S v e r r i r N o r l a n d 96 TMM 2015 · 4 honum undir skrifborðið og hélt svo aftur út til hinna þátttakendanna sem komnir voru í pásu og stóðu við innganginn. „Það er svo dásamlegt að vera innan um svona margt ungt fólk sem reykir,“ sagði einhver við góðar undir­ tektir. Sólskinið glitraði á stöðuvatninu, hávaxin tré teygðu sig upp í gamla, góða himinblámann, ótrúlegt hvað sumarbirtan hefur góð áhrif á sálarlífið, hugsaði ég og fann hvernig gleðin streymdi að nýju út um allan líkamann. Ég ákvað að gefa fólki bara eintak af bókinni minni á síðasta kvöldupplestrinum – hreinlega pína fólk til þess að þiggja eintak, ef með þyrfti – og sleppa því að hafa áhyggjur af þessu í bili. Ég gekk inn í kennsluhúsið, pumpaði hraustlega úr kaffikönnunni í boll­ ann minn og steig svo aftur út í hvítt sólskinið. *** Um kvöldið skrönglaðist ég úrvinda upp í herbergið mitt strax eftir kvöld­ upplesturinn. Oft þóttu mér bókmenntaupplestrar ekkert neitt svakalega skemmtilegir en stemningin hér var allt önnur en venjulega, snarkandi arinn, vínbeljur, við sátum á gömlum, brakandi trébekkjum og hlustuðum á þá sem lásu og allir voru svo flinkir og áhugaverðir og andrúmsloftið bara eitthvað svo tjillað og næs að mér fór strax að líða vel. Á eftir var ég alveg að niðurlotum kominn, sirka fjörutíu tímar án svefns að baki, þotuþreytan minnti á hálfgerða þynnku. Í dagbókina mína skrifaði ég: 8. júní 2015, og svo skrifaði ég ÞÚDL og dró kassa utan um bókstafina sem stóðu fyrir „Þættir úr daglegu lífi“. Ég hafði notað þessa skammstöfun árum saman í dagbókunum mínum til að aðgreina slíkar færslur frá minnispunktum og uppköstum að ljóðum, smásögum eða köflum í skáldsögunum mínum. Ég teiknaði líka stundum myndasögur sem ég kallaði sama nafni, Þættir úr daglegu lífi. Nú orkaði ég hvorki að teikna myndasögu né skrifa lengri dagbókarfærslu en Biskops Arnö, þotuþynnka, og hneig svo á rúmið. Þegar ég hafði teygt værðarlega úr mér svo að brakaði í hverjum liðamótum, varð mér snöggvast litið undir skrifborðið – samstundis fékk ég stein í magann. Hvers vegna hafði pabbi sent mér svona mörg eintök af bókinni minni? Hafði ég beðið hann um að senda mér hátt í þrjátíu eintök? Hér gat enginn lesið íslensku nema Lóa Hjálmtýsdóttir (teiknari og myndasöguhöfundur) og Eiríkur Örn Norðdahl (leiðbeinandi) og kannski Færeyingurinn Páll Nolsøe (krimma­ höfundur), hin gátu í mesta lagi dáðst að krúttlegri höfundarmyndinni af mér á bakhlið kápunnar. Ég var svo þreyttur á því að vera alltaf í útlöndum og skrifa á máli sem næstum enginn skildi og næstum enginn hafði áhuga á að reyna að skilja, og nú var þetta ástand ennþá áþreifanlegra en venjulega. Af hverju gátu ekki bara allir talað íslensku? Mig dreymdi að þegar ég vaknaði og gengi fram í kennslustofuna, stæði þar annar kassi á borðinu, með þrjátíu bókum í viðbót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.