Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 106
F r a n ç o i s R i c a r d 106 TMM 2015 · 4 ingar, hröð hnignun alls gildismats, en það er viðfangsefni sem gengur sem kunnugt er í gegnum öll eldri verk Kundera. Það er jafnvel hægt að lesa þau (eða lesa aftur) eins og þolinmæðisverk sem felst í því að afhjúpa margs konar „tjöld“ sem fela merkingarleysuna fyrir sjónum okkar, fyrir óhjá­ kvæmilegum, sprenghlægilegum bjánaskap alls sem mannlegt er. Í skáld­ sögunni Brandaranum birtist merkingarleysan Ludvik í formi vitfirringar í framvindu mannkynssögunnar. Í skáldsögunni Lífið er annars staðar er það enn og aftur hún sem felur sig undir ljóðrænni blindu Jaromils eða stjórnar á laun ástarbríma persónanna í smásagnasafninu Hlálegum ástum. Það er hún sem sprettur fram mitt í hávaða og hamagangi kitsins í Óbærilegum léttleika tilverunnar og enn er það hún sem Agnes í Ódauðleikanum rekst á í þráhyggjunni um sjálfið og alltumlykjandi myndum. Eins finnur Jósep fyrir henni í Fáfræðinni þegar hann snýr aftur til heimalandsins. Á þessu sést líka að Hátíð merkingarleysunnar er á vissan hátt afrakstur, niður­ staða, jafnvel erfðaskrá: tálguð, „ævikvöldsleg“ siðferðisleg og fagurfræðileg tjáning skáldsagnahöfundar sem hefur aldrei vikið út af þeim vegi sem Cervantes vísaði honum inn á og hann fylgdi eins langt og honum var unnt, eða þangað til hann fór að fara sínar eigin leiðir. Eða eins og Ramon sagði við D’Angelo sem hlustaði ekki á hann: „Merkingarleysan, vinur minn, er kjarni tilverunnar. Hún er alltaf og alls staðar með okkur. Hún er til staðar jafnvel þar sem enginn vill sjá hana: í hryllingnum, í blóðugum bardögum, í verstu hörmungum. Það útheimtir oft hugrekki að koma auga á hana við svo dramatískar aðstæður og kalla hana sínu rétta nafni.“ Að vanda mun dapurlega þenkjandi fólk ekki lesa úr þessum orðum neitt annað en skilaboð „bölsýni“ eða „tómhyggju“ manns sem „sáir örvæntingu um allt“. En Ramon segir þetta einungis til að „styðja D’Ardelo í óhamingju hans“, sem hann telur að sé raunveruleg og hann segir þetta hressilega í samtali milli þeirra vinana. Þýðir það að hann trúi ekki eigin orðum? Að skáldsagnahöfundurinn trúi þessu ekki? Það veit enginn. Þetta er skáld­ söguleg tilgáta, tilvistarlegur möguleiki. En hvernig er hægt að tala um bölsýni eða örvæntingu þegar maður hlustar á orð Ramons allt til enda: „En það er ekki nóg að koma auga á hana, það verður að láta sér þykja vænt um hana, merkingarleysuna, það verður að læra að unna henni. Hér í þessum almenningsgarði, fyrir framan okkur, sjáðu bara vinur, er hún í öllu sínu sakleysi, allri sinni fegurð. Já, fegurð.“ Fegurð merkingarleysunnar: það er léttirinn sem maðurinn finnur til þegar hann áttar sig á því að allur heimurinn er merkingarlaus (einkum þó heimur hans sjálfs). Frelsið sem sprettur af því þegar gervöll merking leysist upp í alvörulausa vitleysu. Hamingjan sem felst í því einu að lifa (jafn­ vel þótt það sé því miður í svona stuttan tíma) í heimi sem er laus við það sem kallað er „heilagt“ gildismat sem krefst alvöru og undirgefni annarra en er síðan ekkert nema hrokinn og hræsnin. Heimur sem er loks orðinn afslappaður og einkennist af lítillæti: vinátta fjögurra félaga, blygðunarsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.