Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 106
F r a n ç o i s R i c a r d
106 TMM 2015 · 4
ingar, hröð hnignun alls gildismats, en það er viðfangsefni sem gengur sem
kunnugt er í gegnum öll eldri verk Kundera. Það er jafnvel hægt að lesa þau
(eða lesa aftur) eins og þolinmæðisverk sem felst í því að afhjúpa margs
konar „tjöld“ sem fela merkingarleysuna fyrir sjónum okkar, fyrir óhjá
kvæmilegum, sprenghlægilegum bjánaskap alls sem mannlegt er. Í skáld
sögunni Brandaranum birtist merkingarleysan Ludvik í formi vitfirringar í
framvindu mannkynssögunnar. Í skáldsögunni Lífið er annars staðar er það
enn og aftur hún sem felur sig undir ljóðrænni blindu Jaromils eða stjórnar
á laun ástarbríma persónanna í smásagnasafninu Hlálegum ástum. Það er
hún sem sprettur fram mitt í hávaða og hamagangi kitsins í Óbærilegum
léttleika tilverunnar og enn er það hún sem Agnes í Ódauðleikanum rekst
á í þráhyggjunni um sjálfið og alltumlykjandi myndum. Eins finnur Jósep
fyrir henni í Fáfræðinni þegar hann snýr aftur til heimalandsins. Á þessu
sést líka að Hátíð merkingarleysunnar er á vissan hátt afrakstur, niður
staða, jafnvel erfðaskrá: tálguð, „ævikvöldsleg“ siðferðisleg og fagurfræðileg
tjáning skáldsagnahöfundar sem hefur aldrei vikið út af þeim vegi sem
Cervantes vísaði honum inn á og hann fylgdi eins langt og honum var unnt,
eða þangað til hann fór að fara sínar eigin leiðir. Eða eins og Ramon sagði
við D’Angelo sem hlustaði ekki á hann: „Merkingarleysan, vinur minn, er
kjarni tilverunnar. Hún er alltaf og alls staðar með okkur. Hún er til staðar
jafnvel þar sem enginn vill sjá hana: í hryllingnum, í blóðugum bardögum, í
verstu hörmungum. Það útheimtir oft hugrekki að koma auga á hana við svo
dramatískar aðstæður og kalla hana sínu rétta nafni.“
Að vanda mun dapurlega þenkjandi fólk ekki lesa úr þessum orðum neitt
annað en skilaboð „bölsýni“ eða „tómhyggju“ manns sem „sáir örvæntingu
um allt“. En Ramon segir þetta einungis til að „styðja D’Ardelo í óhamingju
hans“, sem hann telur að sé raunveruleg og hann segir þetta hressilega í
samtali milli þeirra vinana. Þýðir það að hann trúi ekki eigin orðum? Að
skáldsagnahöfundurinn trúi þessu ekki? Það veit enginn. Þetta er skáld
söguleg tilgáta, tilvistarlegur möguleiki. En hvernig er hægt að tala um
bölsýni eða örvæntingu þegar maður hlustar á orð Ramons allt til enda: „En
það er ekki nóg að koma auga á hana, það verður að láta sér þykja vænt um
hana, merkingarleysuna, það verður að læra að unna henni. Hér í þessum
almenningsgarði, fyrir framan okkur, sjáðu bara vinur, er hún í öllu sínu
sakleysi, allri sinni fegurð. Já, fegurð.“
Fegurð merkingarleysunnar: það er léttirinn sem maðurinn finnur til
þegar hann áttar sig á því að allur heimurinn er merkingarlaus (einkum þó
heimur hans sjálfs). Frelsið sem sprettur af því þegar gervöll merking leysist
upp í alvörulausa vitleysu. Hamingjan sem felst í því einu að lifa (jafn
vel þótt það sé því miður í svona stuttan tíma) í heimi sem er laus við það
sem kallað er „heilagt“ gildismat sem krefst alvöru og undirgefni annarra
en er síðan ekkert nema hrokinn og hræsnin. Heimur sem er loks orðinn
afslappaður og einkennist af lítillæti: vinátta fjögurra félaga, blygðunarsemi