Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 73
K r o s s TMM 2015 · 4 73 Það var kalt. Ég keyrði herðarnar upp að eyrum. Líklega hefði verið gáfu­ legra að kaupa sér trefil. Enn horfðu vinkonurnar svo einarðlega á mig að ég tók að þreifa eftir nýrri skýringu á áhugaleysi þeirra í huganum. Kannski fannst þeim haka­ krossarnir bara ekki flottir. Hugur minn byrjaði að fletta í stóru ljós­ myndabókunum sem ég hafði hnotið um á bókasafninu og sýndu marser­ andi hermenn skreytta þessum táknum og horað fólk með sorgleg augu á bak við gaddavírsgirðingar. Þetta fólk hafði allt saman birst í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem mér hafði verið bannað að horfa á en mér leið samt eins og ég hefði verið skiptinemi í þessum búðum, svo oft hafði ég verið þar í huganum. Til að reyna að komast að því sem fram fór í kollinum á Steinu og Olgu afréð ég að spyrja: „Finnst ykkur þeir ekki fínir?“ Ég skók hausinn til að eyrnalokkarnir dingluðu en fannst ég bara vera að svara eigin spurningu. „Jú, jú, þannig,“ sagði Steina dræmt. „Hvaða stjörnumerki á þetta að vera?“ Nú varð ég að vera fljót að hugsa. Ég fór hratt yfir stjörnumerkin í hug­ anum og reyndi að sjá þau fyrir mér hvert og eitt. Loks sagði ég: „Vogin.“ Ég var nefnilega ekki með á hreinu hvernig hún leit út. „Mmm, ég hélt að hún væri öðruvísi,“ sagði Olga hugsi. Þær héldu áfram að mæla mig þegjandi út en mér tókst ekki að stilla aftur inn á rásina þeirra. Það gæti orðið bið eftir bíóferðinni. „Við sjáumst,“ sagði ég loks, snerist á hæli og hljóp inn í skólaanddyrið þar sem Hildur beið mín. „Hvar varstu? Ég var að leita að þér,“ sagði hún. Ég varð svo glöð að heyra hana segja þetta að ég hefði getað faðmað hana að mér þarna í miðri krakkaþvögunni sem leitað hafði skjóls undan veðrinu. Enskutíminn hjá Selmu fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér því þá var mig farið að klæja undan nikkelinu í eyrnalokkunum. Að lokum varð ég að taka þá úr mér. Ég stakk þeim svo lítið bar á í pennaveskið mitt þar sem þeir grófust undir blýöntunum. Vindinn lægði. Þung snjókorn hrundu niður úr skýjunum svo himinninn minnti á doppótta skyrtu sölumannsins í 1001 nótt. Hann hafði ekki brugðið svip þegar hann sótti lítinn lykil úr brjóstvasanum og leysti hakakrossana úr glerbúrinu. Þegar hann rétti mér bréfpokann hafði ég þó séð örla á svip sem hefði mátt túlka sem undrun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.