Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 61
H i n g u l a s t r ö n d S i n b a ð s TMM 2015 · 4 61 veruleika lífs og dauða í formi vargfugls að elta bráð. Ljóðið endar skyndilega: „A stricken rabbit is crying out, / And its cry distracts my thought.“ Undir Ben Bulben William Butler Yeats bjó í gegnum tíðina lengur í Lundúnum, Dyflinni og Galway en í Sligo. Fyrir honum var Sligo samt alltaf „heima“. Bent hefur verið á að Sligo hafi verið hans heimahagar í þrennum skilningi: Bústaður áa hans í lífi og dauða, fastur punktur og sælureitur í annars rótlausri og dap urri bernsku, og loks vettvangur þeirra þjóðsagna sem voru honum tengsl við írskan menningararf.64 Heimahagarnir í þessum þrennum skilningi mótuðu líf hans og list. Bernskudögunum í Sligo er lýst af listfengi, væntumþykju og ríku skopskyni í Reveries of Childhood and Youth. Þráin til þeirra litar skáld­ söguna John Sherman og ljóðið The Lake Isle of Innisfree. Sligo þjóðsagna, álfa og alþýðufólks er sögusvið margra hans fyrstu ljóða og bókarinnar The Celtic Twilight. Sligo sem bústaður forfeðra hans og sem viðmið í uppgjöri við eigið líf birtist í mörgum hans seinni ljóða. Sligo sem upphaf og endir lífs hans og listar birtist í ljóðinu Under Ben Bulben. Þetta ljóð er eitt af síðustu verkum Yeats. Hann lauk við það í septem­ ber 1838, fjórum mánuðum áður en hann dó. Það birtist í Last Poems sem út kom eftir andlát hans. Þetta er eins konar erfðaskrá Yeats þar sem hann leyfir sér loks að brjóta eigin reglu um að predika ekki í ljóði. Hér er vissa í stað vafa og mótsagna. Yeats segir lesendum hvernig hlutirnir séu og eigi að vera. Hann segir okkur öll lifa eftir dauðann í gegnum eilífa sál og ættboga. Hann skilgreinir grundvöll allra lista sem form og mælingar. Hann ráð­ leggur írskum ljóðskáldum á komandi tíð að stunda þjóðlega írska ljóðlist, yrkja um og fyrir landa sína. Í samhengi þessarar greinar skipta mestu upp­ haf og endir ljóðsins. Það hefst á því að Yeats sér knapa ríða frá Ben Bulben. Þetta eru álfarnir sem þar búa og streyma úr fjallinu hverja nótt, ægifagrir og ofurmannlegir, konur og karlar og með fölva eilífðar að yfirbragði. Það virðast vera þessir knapar sem færa Yeats visku ljóðsins: Completeness of their passions won; Now they ride the wintry dawn Where Ben Bulben sets the scene. Here’s the gist of what they mean. Að endingu biður Yeats um að vera grafinn með prestinum langafa sínum í Drumcliffe, og með lokaorðum ljóðsins leggur hann til sína eigin grafskrift: Cast a cold eye, On life, on death. Horseman, pass by!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.