Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 22
B r y n h i l d u r Þ ó r a r i n s d ó t t i r 22 TMM 2015 · 4 var meginviðfangsefni PISA prófanna 2009 og munurinn á árangri barna sem lásu daglega utan skóla og hinna bóklausu samsvaraði allt að einu og hálfu skólaári.20 Ánægja af lestri og lestur utan skóla segja einna helst fyrir um gott gengi í lesskilningi í PISA. Nýjar rannsóknir sýna að orðaforðinn vegur jafnvel enn þyngra þegar kemur að PISA, eins og Freyja Birgisdóttir hefur bent á.21 Maryanne Wolf, sem kom til landsins á vegum Menntamálaráðuneytisins í fyrra, ræddi einnig um mikilvægi orðaforða fyrir lesskilning22 og í riti ráðu­ neytisins um grunnþætti menntunar, læsi, er minnt á að skilningur er háður orðaforða.23 Orðaforði verður ekki til í tómarúmi. Farsælasta og fljótlegasta leiðin til að byggja upp ríkulegan orðaforða er lestur bóka því jafnvel í myndabókum fyrir leikskólaaldurinn er orðaforðinn annar og fjölbreyttari en í talmáli. Einhver ódýrasta fjárfesting sem samfélagið getur ráðist í er að taka upp 20 mínútna yndislestur á dag í hverjum einasta bekk í hverjum einasta grunn­ skóla. Sambandið milli lestraráhuga, tíma sem varið er í frjálsan lestur, orða­ forða og lesskilnings er of sterkt til að líta fram hjá því. Mikilvægt er að taka rannsóknir á mikilvægi orðaforðans fyrir lesskiln­ ing alvarlega. Staðan er hreinlega orðin þannig að mörg íslensk börn skortir grunnorðaforða á móðurmálinu og það kemur vitaskuld niður á lesskilningi þeirra. Talsverð umræða varð í vor um enskuskotinn orðaforða barna í kjöl far orða Lindu Bjarkar Markúsdóttur talmeinafræðings.24 Linda sagðist oft fá til sín grunnskólabörn sem gripu til ensku í daglegu tali, jafnvel börn á leikskólaaldri ættu stundum auðveldara með að sækja orð á ensku en íslensku í fylgsni hugans. Ástæðan var augljós að mati Lindu, tölvur og tækni sem aðeins að takmörkuðu leyti byðu upp á íslensku. Það er hægt að fá tækin til að tala og skilja íslensku en það kostar sitt. Samkvæmt tillögum nefndar um notkun íslensku í upplýsingatækni er þörf á milljarði króna í máltækni á næstu 10 árum25. Farið var fram á 90 milljónir fyrir árið 2016 en í fjárlögum er verkefninu skammtaður þriðjungur þess fjár. Þarna er enn einn mögu­ leikinn á skynsamlegri nýtingu fjár til styrkingar þeirra grunnþátta sem byggja upp lesskilning. Rannsóknir á lestrarvenjum bókaorma sýna enn fremur að aðgengi að barnabókum og sterkar lestrarfyrirmyndir skipta miklu máli eigi börn að fá áhuga á lestri.26 Þetta vita líka reyndir kennarar á borð við Nancie Atwell sem hlaut The Global Teacher Award fyrr á árinu fyrir framúrskarandi árangur nemenda sinna í læsi.27 Nancie kennir 12–14 ára unglingum í Maine í Bandaríkjunum og nemendur hennar lesa að jafnaði 40 bækur á skólaári. Ástæðan fyrir miklum lestraráhuga nemendanna er ekki síst sú að í kennslu­ stofunni er gott bókasafn sem valið er sérstaklega fyrir nemendahópinn. Nancie leggur út af versnandi frammistöðu enskumælandi nemenda í PISA í grein í The Telegraph 5. október sl. og fjallar þar um mikilvægi breyttrar nálgunar í læsi.28 Hún bendir á að niðurstöður rannsókna sl. aldarfjórðung
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.