Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 9
S j ö t í u þ ú s u n d h u g s a n i r TMM 2015 · 4 9 Hvort fannst þér skemmtilegra: bók eða bíó? Það var bara allt öðruvísi – ég tók því sem var í boði, bókum og bíói, en maður hafði meiri aðgang að bókum, bókin varð mjög snemma svona hliðarheimur sem var að sama skapi mjög raunveruleg upplifun. Ég upp­ götvaði snemma að ég gat fengið aðgang að lífi annarra, tilfinningum þeirra og reynslu í gegnum bækur og það var raunverulegur aðgangur. Hvernig barn varstu? Óþekk, stillt? Ég var stillt en stundum óvart óþekk því ég var hugmyndarík, mér datt stundum í hug að framkvæma hluti sem voru ekki nógu vel ígrundaðir. Mig langaði stundum til að virkja samtakamátt krakkanna og gera eitt­ hvað stórfenglegt en það gekk venjulega ekki eftir. Það stóð einu sinni eða tvisvar til að færa mig upp um bekk en ég óttaðist svo strákana í eldri bekknum að ég leit á það sem refsingu þannig að ég neitaði því. Ég var líka seinþroska líkamlega og frekar barnaleg lengi fram eftir. Byrjaðir þú að skrifa þegar þú varst barn? Ég byrjaði þannig að mig vantaði sögur til að lesa svo ég fór að búa til heim eða heima. Ég tók venjulega u­beygjur inn í ritgerðarverkefnin í skólanum og skrifaði langa útúrdúra og hliðarsögur. Það var ekki fyrr en ég varð fullorðin að ég gerði mér grein fyrir því að sá eiginleiki að fara ekki eftir bókinni væri kenndur við ímyndunarafl. Þegar ég var svona átta ára vann ég ritgerðar­ samkeppni barna í Reykjavík og fékk í verðlaun að stjórna Sinfóníuhljóm­ sveitinni á barnatónleikum. Það er til ljósmynd sem mér þykir vænt um frá tónleikunum af mér og „meðstjórnanda“ mínum, Þorkatli Sigurbjörnssyni tónskáldi. Þegar ég var við nám í París var ég kynnt fyrir Þorkatli í boði hjá Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Ég sagði: „Sæll, við þekkjumst. Við hitt­ umst fyrir 20 árum …“ *** Hvert er uppáhaldsorðið þitt? Ætli það sé ekki mamma. Vegna merkingarinnar. En það er eins og með snúðana þína: maður getur ekki lifað eingöngu á því sem er uppáhalds. Mér finnst fossbað líka skemmtilegt orð, foss vegna hljóðlíkingarinnar og bað vegna minningar af baðferð, gott ef hún tengist ekki einum af þessum fimmtíu fossum sem hurfu með Kárahnjúkavirkjun. Eini maðurinn sem ég man eftir að hafi sagst eiga sér uppáhaldsorð var íslenskukennarinn minn í menntaskóla; Ögmundur Helgason. Það var sögnin að sniðskera. Dæmi: sniðskera fjallshlíðina og ekki verra ef það var Mælifellshnjúkur því Ögmundur var úr Skagafirðinum. Í bók Þórðar á Skógum, Veðurfræði Eyfellings, eru líka mörg orð sem ég held mikið upp á. Eins og flapur, það er annaðhvort vindstrekkingur eða rigning. Hvað þýddi það nú aftur …?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.