Ófeigur - 15.05.1956, Side 13

Ófeigur - 15.05.1956, Side 13
ÖFEIGUR 11 sem finnst lífið vera „sjónhverfing og leiðsla hál“. Sama yfirbragð hins fyrsta forföður manna hreif skaparann svo mjög í árdaga, að hann tók stykki úr Adam og bjó til úr því hina fögru en dutlungafullu Evu. Þeg- ar Adam hafði fengið sinn trygga lífsförunaut, þorn- aði vesaldardropinn af nefi hans, en djúp lífshamingja fyllti sál hans, þar sem áður var eyðisandur og öræfi í heimi andans. Upp úr kynnum þessara landnema í Paradís spratt mannkynið, og reyndist þar misjafn sauour í mörgu fé, en Adam fannst hann vera alsæll eftir að hann tók að kynnast Evu. Eysteinn Jónsson kom á svipaðan hátt, eins og Eva í aldingarðinum, með óvæntum hætti í kynni við Ólaf Thors, fyrir mannleg- an en ekki yfirnáttúrlegan tilverknað. Eysteinn tók og jók dýrtíðarskammt almúgans í hinu íslenzka himna- ríki sem svaraði 100 milljónum ár hvert. Frumburður úr Paradísarlífi Ólafs og Eysteins er töfraveran Benjamín. Hann ber í brjósti ómengaða trú æskuáranna, líkt og Gissur Einarsson þegar hann stefndi með föstum skrefum upp í lúterskan biskups- stól. Benjamín var fluttur til íslands til að segja stjórn- inni, hvernig hún ætti að stýra fjármálunum. Hann varð sameiningartákn þeirra flokka, sem hófu hann til valda, eins og barnið er tengiliður milli foreldra, sem kalla hvort annað „skepnu“ og ,,svikahró“ þegar hjúin heyra til en semja þess á milli einlæga sátt. Benjamín var um stund alvaldur, líkt og Krishnamurti í Ommen, þar til bænheit íslenzk kona stökkti honum þaðan og úr guðatölu. Þegar mestu stórhöfðingjar Norð- urálfu koma til Washington, fá þeir að ávarpa báðar deildir þingsins. Á sama hátt fékk Benjamín, einn allra dauðlegra manna, að birta greinar sínar sam- tímis í Mbl. og Tímanum. Landsfólkið horfði með svip- aðri undrun á þennan nýja riddara eins og þegar Jör- uiidur konungur reið um götur Reykjavíkur á hest- um, sem voru klipptir á engelskan móð. Ólafi og Eysteini þótti Benjamín aldrei fá nógu mik- ið fjármálavald. Þeir settu hann yfir nefnd, 'sem átti að gerbreyta Landsbankanum. Voru uppi stórar 'ráða- gerðir um að flytja seðlapressuna og seðlaútgáfuna í kjallara stjórnarinnar. Skyldi Benjamín í fyllingu tím-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.