Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 24

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 24
22 OFEIGUR ar tekjur í sambandi við varnarliðið. Fundarmenn við- urkenndu, að greinargerð Vilhjálms væri skilmerkileg, en með tillögum hans hans voru, auk ræðumannsins sjálfs, aðeins 5 menn. Þá hafa 400 verið á öðru máli. Fall þessarar tillögu var eini merkisatburðurinn á Framsóknarþinginu. En ef dæma á eftir því, sem fram kom opinberlega á flokksþinginu, hafa þessir fulltrúar Framsóknarmanna í sælum draumi greitt atkvæði þveröfugt við það, sem þeir vildu vera láta. Hér var um að ræða málsmeðferð eins og þegar skemmtikraftar úr Reykjavík halda uppi stjórn- málalífi sveitamanna. Að líkindum hafa fundar- menn haldið, að hér væri um loddaraleik að ræða af hálfu flokksstjórnarinnar og enginn maður er ákveðn- ari en Eysteinn Jónsson að halda áfram að fá í ríkis- sjóð óskertar tekjur af Vellinum. Kom það glögglega fram tveim dögum eftir þessa frægu atkvæðagreiðslu. Þá gerði Framsóknarstjórnin bindandi skriflegan samning við Bandaríkin um að þau leggi á næstu árum 200 milljónir króna í Njarðvíkurhöfn. Hinsvegar er óvíst hvort hinum mörgu greindu og gegnu mönnum sem felldu tillögu Vilhjálms Þórs hefur verið ljóst, að ef farið væri eftir ályktun þessari svo að ísland hyrfi úr varnarsambandinu, yrði eftir opið hlið í miðj- um Atlantshafshringnum og að þá yrði svo á litið, af öllum hinum vestræna heimi, að hér væri um að ræða svik á háu stigi og að sú sviksemi væri þess eðlis, að þau gætu orsakað frelsistjón og mikla óham- ingju allra grannþjóða íslendinga. Vafalaust mundi þá verða ritað og skýrt í löndum allra þeirra þjóða, sem yrðu fyrir svikunum, hvernig framganga íslend- inga væri í þessu efni. Þjóðin hefði verið í hinni mestu hættu þegar 200 framandi skip lágu við strend- ur landsins full af hermönnum. Þingmenn borgara- flokkanna höfðu þá beðið um hjálp frá Atlantshafs- bandalaginu og fengið óskina uppfyllta. Annars hefðu íslendingar ekkert lagt fram til varnanna nema nokkuð af auðu landi sem húsgrunna. Hinsvegar hefðu þjóðar- leiðtogarnir breytt frelsisósk íslendinga í stórkostlega tekjuöflun fyrir ríkið, höfuðstaðinn og nálega alla ein- staklinga í landinu. * Sennilega hefur Vilhjálmi Þór brugðið nokkuð í brún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.