Ófeigur - 15.05.1956, Side 26

Ófeigur - 15.05.1956, Side 26
24 ÖFEIGUR tekið hafa fyrr meir þátt í því að skapa flokkinn og hrinda í framkvæmd mörgum djörfum hugsjónarmál- mn. En nú hefur flokkurinn í 14 ár búið við algjör- lega andlausa forystu og loddaraskap á háu stigi, eins og kemur berlega fram í þeirri málsmeðferð að skuld- binda flokk í frjálsu vestrænu landi til að rjúfa í einu sættir og grið í Atlantshafsmálinu og koma um leið öllum fjármálum lands og þjóðar í fullkomna öng- þveiti með þeim hætti, að liðsoddum núverandi borg- ara mundi ekki vera lífvænt í landinu fyrir hungruð- um ofbeldislýð, sem knúinn væri til óhappaverka frá húsbændum í fjarlægu landi, ef léttúðarstefna flokks- þingsins næði fram að ganga. * Nokkrum árum eftir að ég hætti þingsetu, fékk ég vitneskju um, að eigendur togara í Reykjavík vildu gjarnan selja bæjarsjóði Húsavíkur gott skip. Þetta var tiltölulega nýr togari og ákaflega vel við haldinn. Ég lét bæjarstjórn Húsavíkur vita um þenna möguleika. Forráðamenn Húsavíkur ætlaði strax að nota þetta tækifæri og var safnað allmiklu hlutafé í kaupstaðnum. Bærinn lagði fram myndarlega fjárhæð. Kaupfélag Þingeyinga ákvað að leggja 100 þús. krónur í togarann, til að styrkja atvinnulífið í bænum. Sendu Húsvíkingar nú nefnd til Reykjavíkur. bæði til að ræða málið við togaraeigendurna, stjórnarvöldin og Al- þingi. Var sendimönnum allsstaðar vel tekið nema af Eysteini Jónssyni. Hann fann málinu allt til foráttu og tafði fyrir öllum leyfisveitingum. Þingmaður kjör- dæmisins, Karl Kristjánsson, var formaður í Kaupfé- lagi Þingeyinga og hafði átt þátt í að tryggja væntan- legu togarafélagi á Húsavík hið óvenjulegu mikla fram- lag félagsins. En nú virtist Eysteinn Jónsson hafa heimtað af honum, að hann hjálpaði til þess, að málið næði ekki fram að ganga. Sendu Húsvíkingar aðra nefnd, skipaða fulltrúum úr öllum flokkum til Reykja- víkur. Sátu nefndarmenn á Hótel Borg langdvölum og sóttu málið á Alþingi. Þegar hér var komið, höfðu Isfirðingar eignazt tvo togara, Siglfirðingar tvo, Aust- firðingar einn og Vestmannaeyingar tvo. Öll yoru þessi skipakaup og útgerðin að mestu leyti á ábyrgð ríkissjóðs. Eysteinn Jónsson hafði beint og óbeint stað- ið að öllum þessmn ráðstöfunum og alveg sérstaklega

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.