Ófeigur - 15.05.1956, Page 36

Ófeigur - 15.05.1956, Page 36
34 ÓFEIGUR vík og af fyrstu sprengingu leiddi háa hvelli í ná- grenninu. Merkir fjármálamenn hurfu hljóðalaust úr vandasömum sætum. Það þóttust menn vita, að okr- aramir ættu nokkra sök á því. Eitt tf kænskubrögð- um þeirra var að fá efnamenn til að leggja sparisjóðs- bækur sínar inn í vissa staði, þar sem fé var látið falt með því skilyrði, að fá að ráða hverjum það fé væri lánað. Tryggingar voru að vísu heimtaðar, en sá sem útvegaði sparisjóðsbókina, gat á bak við þann sem lánaði náð okurvöxtum af stórum f járhæðum. Víða höfðu okrararnir leikið lausum hala um útvegun og meðferð fjárins. Þótti mönnum, sem lent höfðu í klóm þessara svikara, stundum alveg óafvittandi, betra að hverfa úr fjármálaheiminum heldur en að þola ýtar- lega rannsókn á öllum þeim fjárreiðum, sem gerzt höfðu á vegum þeirra. * Eitt af merkustu hliðamiálum Gunnarsbúðar var fjárbrallsmál Stefáns Pálssonar, sem lengi hafði gegnt mkilum trúnaðarstörfum hjá Mbl.-flokknum. Hann hafði árum saman staðið fyrir góðgerðastarfsemi Vetr- arhjálparinnar og verið skrifstofustjóri flokksins við kosningar. Hann var vel til þess starfs fallinn. Hafði mikinn kunnugleika á fólki í bænum, ekki sízt þeim sem búa við þröng kjör og muna með þakklæti fyrir- greiðslur góðgerðasamra manna. En þegar Gunnar Thoroddsen kom með mikinn liðskost í óheimild Ólafs Thors, til stuðnings tengdaföður sínum móti sr. Bjarna þá hafði Stefán haft forystu fyrir þeirri sveit og til hægðarauka tekið með sér skrá Mbl.-manna yfir kjós- endalið þeirra. Eftir sigur Ásgeirs, var þessi misbrúk- un á flokksskrá sjálfstæðismanna talin, á bæ flokks- stjómarinnar, því lík eins og ef æðstiprestur Gyðinga hefði laumað steintöflum Móse yfir í herbúðir Filistea. * Við endurskoðun á gjaldeyrisleyfum í sumar sem leið kom í ljós að Stefán hafði stórkostlega misbrúkað trúnað Útvegsbankans. Hafði hann fengið nálega hundr. að sinnum gjaldeyrisleyfi, sem talin vom veitt vegna atvinnureksturs í þágu útvegsins, en þessi hlunnindi hafði Stefán selt spekúlöntum og fjárglæframönnum með stórkostlegum hagnaði. Við frumrannsókn á mál- inu kom í ljós, að Stefán hafði grætt nálega hálfra

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.