Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 37

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 37
ÓFEIGUR 35 aðra milljón króna á þessari svikaverzlun. Ekki hefur enn verið gefin skýrsla um hversu þessum gróða hef- ur verið skipt milli samsektarmanna.. Þar var um tvær leiðir að ræða: Að Stefán hefði setið einn að þessum skyndigróða eða að margir hafi þar verið að verki. Flestir hallast að þeirri skoðun, að Stefán sé og hafi alltaf verið fátækur maður og að hann hafi lent út í þessa svikamyllu undir áhrifum annarra og öðrum til hagsbóta. Stuðningsmönnum Ásgeirs Ásgeirssonar úr forseta- kjörinu þótti mikill álitshnekkir fyrir samtök þeirra, þegar tveir aðalforystumenn úr kosningabaráttunni höfðu nú orðið berir að mikilli og vansæmandi óreiðu í opinberum fjármálum. Hefði raunar verið eðlilegt, að forystumenn áðurnefndra kosninga hefðu óskað eftir að ríkisstjórnin léti fullrannsaka hvort Gunnar Hall og Stefán Pálsson hefðu af misskildum stjórnmálaáhuga farið gálauslega með fé sem þeim var trúað fyrir. En það hefur ekki verið gert. Má segja, að mál þeirra Gunnars og Stefáns séu í biðskák þjóðfélagsins. Helgi Guðmundsson bankastjóri í Útvegsbankanum lét af störfum við forstöðu bankans heldur skyndilega um það bil sem upp komst um misfellur Stefáns. Annar bankamaður hafði veitt Stefáni hin óleyfilegu en gróða- vænleg uleyfi, en Helgi var yfirmaður stofnunarinnar og mál Stefáns benti á, að bankinn þyrfti fastari stjórn- arhætti heldur en þetta gróðamál Stefáns bar vott um. * Hermann Jónasson hugði umsögn mína um þýðing- arleysi hans í Búnaðarbankanum óþægilega fyrir álit sitt, en taldi þó í fyrstu öruggast fyrir sig, að hreyfa engum mótmælum. En ýmsir flokksmenn hans, sem voru ekki nógu kunnugir málavöxtum, hvöttu hann til að leita úrskurðar dómstólanna. Meðan stóð á þess- um umþenkingum, ritaði hann nafnlausa grein í Tím- ann og sagði sem satt var, að lítið gagn væri að fara í meiðyrðamál því að fengju allir sekt, hvort sem þeir hefðu farið með rétt mál eða rangt. Viðurkenndi Her- mann hreinskilnislega þá staðreynd, sem hér verður oftar að vikið, að í refsilögum þeim, sem hann bar fram 1940, er „flotholt syndarans“ lögfest. Ef deilt er á mann, skiptir litlu hvort ásökunin er rétt eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.