Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 42

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 42
40 Ó'FEIGUR telur sig hafa þurft ferfalt meiri gjaldeyri af þessum tilgreindu ástæðum heldur en fyrr. Gunnar játar, að hann hafi ráðið öllu í verzluninni og að hann hafi hvorki haldið stjórnarfund eða látið frú Blöndal vita neitt um fjárhagserfiðleika verzlunarinnar. Eitt sinn lét Gunnar orð falla um, að hann hafi ekki álitið skylt að halda fundi nema í mjög stórum hlutafélögum. * Hilmar Stefánsson bankastjóri í Búnaðarbankanum kom fyrir rétt 23. marz. Hann sagði að Hermann skipti sér ekki af útlánum bankans og mundi alls ekki hafa vitað um skipti bankans við Gunnarsbúð fyrr en umtal varð um erfiðan hag verzlunarinnar í vetur. * Ólafur Þorgrímsson kemur enn fyrir rétt 2. apríl og afhenti sakadómara skrá yfir þá fjáraflamenn, sem vitað var að höfðu lánað Gunnari fé. Segist Ólafur hafa tekið sér fyrir hendur að semja við alla kröfu- hafa um að greiða hverjum þeirra 60% af innstæðu þeirra hjá Gunnarsbúð gegn því að hver þeirra gæfi eftir 40%. Taldi Ólafur, að hann hefði bundið alla al- menna lánardrottna nema bankana við þessa skilmála. Þetta var raunar ofmælt, því að síðar komu fram. kröfuhafar, sem heimtuðu að fá fulla greiðslu. Gengu þau mál til dóms, og tapaði Gunnarsbúð þeim öllum. Gunnar hafði veðsett Útvegsbankanum bókasafn sitt, bæði það, sem geymt var heima í húsi hans og einnig hitt, sem geymt var á Bessastöðum. Þá gengu þrir persónulegir vinir Gunnars í ábyrgð hans vegna, hver fyrir 100 þús. kr. Þessi trygging var sett til að af- stýra þeirri hættu, að nýir lánardrottnar kæmu með sérkröfur til að fá allt sitt úr þrotabúinu. Gengu þre- menningarnir nú með miklum dugnaði að því að hjálpa Ólafi til að knýja alla lánardrottna, sem sýndu mót- þróa til að sætta sig við orðinn hlut. I þeim svifting- um lýsti Jón Hreggviðsson yfir í einkasaltali, að hann gæfi eingöngu eftir af sinni innstæðu til að gleðja Her- mann. * Svo sem fyrr er sagt, hafði kona Gunnars Hall starf- rækt sitt eigið fyrirtæki, nærfatagerðina Lillu, en í skuldaflækjum Gunnars var Lilla fyrr en varði sokkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.