Ófeigur - 15.05.1956, Side 47

Ófeigur - 15.05.1956, Side 47
ÖFEIGUR 45 um Blöndalsverzlunar, og upp úr því hafi skapazt framangreind samtöl um hugsanleg vörukaup og húsa- leigu í Blöndalsbúð. Varð nú um stund hlé á þessum kaup- og leigumálum, því aðrir aðilar komu þar til skjala, eins og fyrr segir. * Enn er Gunnar Hall kvaddur fyrir rétt hjá saka- dómara 3. maí og spurt um stjórn hans á fyrirtækinu. Kemur þá í ljós, að síðasti reglulegur aðalfundur í hlutafélaginu var haldinn 10. ágúst 1944. Eftir það var ekki komið saman fyrr en 26. febrúar 1955. Þegar Gunnar hitti frú Blöndal á þessum árum, var mest rætt um daginn og veginn, en ekki um verzlunarrekst- urinn, og ekki skýrði hann henni frá neinu sem skipti máli og alls ekki frá svartamarkaðsvíxlunum eða við- skiptum utan bókhaldsins. Endurskoðandinn gerði ár- lega efnahagsreikning sem gekk til skattsins. Ekki vissi hann hvort frú Blöndal fékk afrit af reikningnum. Sakadómari sendi Ragnari Öiafssyni hæstaréttarmál- færslumanni öll verzlunarplögg Gunnars Hall og fól honum að láta fara fram ítarlega endurskoðun á öiium heimildum varðandi verzlunarreksturinn í Gunnarsbúð frá 1. okt. 1943, og þó einkum árið 1952 og síðar. Hér er um að ræða geysimikið verk. Ragnar Ólafsson er ötull málfærzlumaður, en mjög önnum kafinn. Ekki er endurskoðun þessari lokið og bíður framhaldsrann- sókn og sektardómar eftir betri tímum. Meðan stóð á þessum margháttuðu rannsóknum, komu nýir fjáraflamenn á vettvang, ailt lögfræðingar. Það voru nr. 7, 8 og 8. Lentu þessir fjáraflamenn í þjarki við nr. 4 út af Gunnarsbúðarvíxlum. Gerði nr. 4 Ólafi gramt í geði með því að neita algerlega ag gefa 40% eftir af sinni innstæðu og lágu til þess sérstakar ástæð- ur. Hann taldi sig eiga allmikið af lánsfé sínu hjá Lillu, og þegar sýnilegt var að það fyrirtæki mundi koma með lífsmarki út úr eldrauninni, krafðist nr. 4 að fá 60% frá Gunnari en 20% frá Lillu og þóttist allvel haldinn, en þessi málamiðlun gerði Ólafi Þor- grímssyni mjög erfitt að ná 40% uppgjafarsamning- um við fjölmarga aðra fjáraflamenn. Allir fjáraflamennirnir neituðu að skýra sakadóm-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.