Ófeigur - 15.05.1956, Page 53

Ófeigur - 15.05.1956, Page 53
ÓFEIGUR 51 fjölskyldunnar með þeim hætti, að sýnilegt væri að hann hefði hagsmunaáhuga fyrir gengi þessarar ættar. Er þess skemmst að minnast, að Hermann hafði kom- ið merkum manni úr þessari ætt í starf, sem hann óskaði lítið eftir af því að hann hafði ótvíræða hæfi- ieika og hneigð til annarra verka. * Rannsókn málsins, eins og Hermann hafði til henn- ar stofnað, varð til þess að bregða skörpu Ijósi yfir bæði atriðin. Herrnann var svo sannfærður um óhæfni sína til verka í Búnaðarbankanum, að hann reyndi ekki að koma nokkurri vörn við um það atriði. En án þess að hann ætlaðist til, sannaðist líka í meðferð sakadómara, bæði með beinum og óbeinum játn- ingum, að starf hans í bankanum hefir öll einkenni hins ómerkilega og þýðingarlausa bitlings. Þessi grein- argerð verður varanleg og óvefengjanieg heimild um það, að Hermann getur ekki losað sig frá djúpum tengslum við Gunnarsbúð, nema með því að víggirða „Plotholt syndarans“. Hermann er formaður í stjórn Búnaðarbankans, en hann hreyfir ekki málefni Gunnarsbúðar fyrr en í janúar, þó að. hann hafi hinsvegar alllöngu fyrir jól verið kominn á kreik til að ráðstafa gjaldþrotastofn- uninni með áróðri úti í bæ. Samtal hans við Vilhjálm Þór sannar áhuga hans að bjarga eignum Ragn- ars Blöndal. Umhyggja Hermanns fyrir lóðamáli SlS var minni en engin, enda játar hann ótilkvaddur, að honum tókst ekki í sæti landbúnaðarráðherra í nokkur misseri að greiða götu stærsta sölufyrirtækis bænda til að fá sölustað í miðjum höfuðstaðnum. Næst kemur málvinur Hermanns, kaupmaðurinn, sem átti einna drýgstan þátt í björgunarmálinu. Andleg kynni, eink- um í sambandi við fjármál, höfðu lengi verið milli Her- manns og kaupmannsins, enda hélt hann fram með lægni og festu því verki, sem Hermann hafði byrjað með því að bjóða hinum athafnasama viðskiptaforkólfi Sambandsins óumbeðna hjálp til að auka fasteignir samvinnumanna í höfuðstaðnum. Kaupmaðurinn held- ur björguninni áfram með mikilli elju og kemur á sam- talsfundum með Gunnari Hall og ráðamönnúm Sam- bandsins, þannig að eiginlega var ekki annað eftir en

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.