Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Side 6

Skessuhorn - 03.06.2015, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sauðafellshlaup um miðjan mánuð DALIR: Sauðafellshlaupið í Dölum verður laugardaginn 13. júní klukkan 13. Ræst verður til hlaups við brúsa- pallinn á Erpsstöðum og þar endar hlaupið einnig. Leið- in mun liggja eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585. Á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauða- fellið. Það verður svo hlaup- ið þvert og niður að bæn- um Sauðafelli. Síðan verð- ur komið að þjóðvegi 60 á ný að brúsapallinum á Erps- stöðum. Hlaupaleiðin er alls um 12 kílómetrar. -mþh Hyggjast kort- leggja hávaða HVALFJ: Á síðasta sveit- arstjórnarfundi Hvalfjarð- arsveitar lagði Björgvin Helgason oddviti fram til- lögu um að að fela sveitar- stjóra, formanni umhverfis-, skipulags- og náttúruvernd- arnefndar og skipulags- og umhverfisfulltrúa að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um hljóðmælingar og kort- lagningu hávaða frá iðnaðar- svæðinu við Grundartanga. Þetta á að gera í samræmi við reglugerð um kortlagningu hávaða og fyrirliggjandi að- gerðaráætlanir. Þessi tillaga var samþykkt samhjóða. -mþh Hollvinir Skalla- grímsgarðs BORGARNES: Á fundi Hollvinasamtaka Borgar- ness nýverið kom upp sú hugmynd að stofna undir- deild um Skallagrímsgarð- inn í Borgarnesi. Af því til- efni verður haldinn stofn- fundur félagsskaparins í Skátaheimilinu við Skalla- grímsgarð miðvikudaginn 3. júní klukkan 20. „Allir, sem bera taugar til Skallagríms- garðsins, eru hvattir til þess að koma og taka þátt í félags- skapnum. Sérstaklega eru boðnir velkomnir íbúar utan Borgarness, því garðurinn er eign okkar allra,“ segir í til- kynningu. –mm Fjölmörgum verkföllum afstýrt LANDIÐ: Samtök atvinnu- lífsins, Flóabandalagið, VR, Landsamband íslenskra verslunarmanna, Stéttar- félag Vesturlands og Starfs- greinasambandið skrifuðu á föstudaginn undir nýjan kjarasamning. Um leið var afstýrt verkföllum gríðarlega margra og fjölmennra starfs- stétta sem áttu að hefjast í lok maí og nú í byrjun júní. Atkvæðagreiðslur í félögun- um standa nú yfir. Enn er þó ósamið við fjölmargar starfs- greinar hér á landi, bæði sem starfa hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum. -mm Fasteignamat hækkar um 2.8% VESTURLAND: Heildar- mat fasteigna á Íslandi hækk- ar um 5,8% frá yfirstandandi ári og verður 5.755 milljarðar króna. Þetta er samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2016 sem Þjóðskrá Íslands birti í gær. Fasteignamatið hækkar á 93,4% eigna en lækkar á 6,6% eigna frá fyrra ári. Mat íbúðareigna, sem voru 127.502 talsins á öllu land- inu, hækkar samtals um 7,5% frá árinu 2015 og verður samanlagt fasteignamat þeirra 3.844 millj- arðar króna í fasteignamatinu 2016. Eins og undanfarin fjög- ur ár hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira á landinu öllu en mat íbúða í sérbýli. Fasteigna- mat atvinnuhúsnæðis í landinu hækkar um 2,3%. Á höfuðborg- arsvæðinu hækkar matið um 2,4% en um 2,2% á landsbyggð- inni. Frístundahúsnæði hækkar um 2,7%. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 6,7%. Matið á Suðurnesjum hækkar um 4,2%, hér á Vestur- landi hækkar það um 2,8%, 1,1% á Vestfjörðum, 3,8% á Norð- urlandi vestra, 5,2% á Norður- landi eystra, 2,8% á Austurlandi og 2,6% á Suðurlandi. –mþh Nýr yfirlæknir á lyflækningadeild HVE AKRANES: Þann 1. júní sl. var Guðni Arnar Guðnason sérfræð- ingur í lyflækningum og inn- kirtlasjúkdómum skipaður yfir- læknir lyflækningadeildar Heil- brigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Guðni Arnar var annar tveggja umsækjenda um stöðuna. Þorvaldur Magnússon sérfræð- ingur í lyflækningum og nýrna- sjúkdómum sótti einnig um. Guðni Arnar hefur starfað síð- astliðin fimm ár við HVE. Hann hefur gegnt stöðu yfirlæknis frá því Sigríður Valtýsdóttir sagði upp störfum í lok ágúst 2014 eftir 6 ára starf. -mþh Orka náttúrunnar opn- ar í næstu viku nýja hrað- hleðslustöð fyrir rafbíla við Dalbraut 1 á Akranesi í samstarfi við Akraneskaup- stað og Krónuna. Þetta er tíunda hraðhleðslustöðin sem fyrirtækið opnar á Suð- ur- og Vesturlandi en fyr- ir er m.a. ein stöð í Borg- arnesi. Undanfarin miss- eri hefur bílum sem knún- ir eru rafmagni fjölgað mik- ið. Um áramótin var fjöldi rafbíla kominn yfir 300 og samkvæmt upplýsingum frá umboðum hafa tugir bæst við á fyrstu mánuðum þessa árs. „Það er frábært að fá þessa stöð hér í bæinn. Rafmagnsbíl- um fjölgar hratt og það er mik- ilvægt að íbúum hér á Akra- nesi standi til boða að hlaða bílana sína í hraðhleðslu þeg- ar þeir þurfa á að halda. Ég lít svo á að þetta séu í raun nauð- synlegir innviðir fyrir skyn- samlegri samgöngumáta og skemmtilegt að fyrirtæki sem að hluta er í okkar eigu standi fyrir þessu fína framtaki,“ seg- ir Regína Ásvaldsdóttir bæjar- stjóri á Akranesi. mm Síðastliðinn mánudag voru af- hentir styrkir sem fjármagnaðir voru með góðri afkomu Þorrablóts Skagamanna í janúar síðastliðn- um. Það eru meðlimir ´71 árgangs- ins á Akranesi, sem kalla sig Club 71, sem halda blótið á hverju ári og eru það sex íþróttafélög á Akranesi auk Björgunarfélags Akraness sem njóta góðs af ágóðanum. Að þessu sinni nam heildarverðmæti styrkj- anna þremur milljónum króna og skiptast þeir á milli félaga í hlut- falli við unnar stundir á Þorrablóti Skagamanna og við undirbúning þess. Sævar Freyr Þráinsson hélt stutta tölu fyrir hönd Club 71 þar sem hann gerði grein fyrir afkomu þorrablótsins og hvernig úthlutun styrkja færi fram. Einnig kom fram í máli hans að félagsskapnum væri sönn ánægja að geta gefið af sér til samfélagsins og látið gott af sér leiða. Þeir sem veittu styrkjunum við- töku mæltu síðan nokkur orð þar sem þeir þökkuðu fyrir og lýstu ánægju sinni með framtakið. Að endingu fengu viðstaddir sér kaffi og spjölluðu um daginn og veginn, en úthlutunin fór fram í húsnæði Íslandsbanka við Dalbraut. kgk Nýja hraðhleðslustöðin er á bílastæðinu við verslana- miðstöðina Dalbraut 1 á Akranesi. Hraðhleðslustöð opnuð á Akranesi Úthlutuðu styrkjum af hagnaði Þorrablóts Skagamanna Club 71 ásamt þeim sem veittu styrkjunum viðtöku.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.