Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Page 15

Skessuhorn - 03.06.2015, Page 15
15MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ ekki hafa dugað. Miklu meira þyrfti til því verksmiðjan væri ofan í íbúðabyggð. Hann sagði loftmeng- unina skerða lífsgæði og að ekki væri mögulegt að opna glugga þeg- ar fnykurinn væri sem verstur. Ekki væri hægt að njóta útiveru, hengja út þvott eða geyma bílinn sinn úti. Ástandið væri svo slæmt að börnin neituðu að fara út að leika. Hörður gagnrýndi einnig bæjar- yfirvöld og Heilbrigðiseftirlit Vest- urlands harðlega. „Fólkið sem býr þarna í nágrenninu býr við þá vissu að bæjaryfirvöld og heilbrigðiseft- irlit hafa alls ekki staðið með íbú- unum í þessu máli. Til dæmis voru reglur í starfsleyfi Laugafisks varð- andi mengun rýmkaðar árið 2008. Það stóð upphaflega að loftið frá verksmiðjunni megi ekki valda íbú- um óþægindum. Svo var bætt við „eins og framast er unnt.“ Þetta var þannig gert svolítið opið.“ Hann sagði kvörtunum vegna Laugafisks stungið undir stól og gaf heilbrigð- iseftirlitinu falleinkunn. „Í fyrsta lagi hvernig þeir standa að móttöku kvartana. Hvað gera þeir við þær? Þær fara ekkert áfram. Þeim er ekk- ert fylgt eftir. Sýnt hefur verið fram á í skýrslu VSÓ að ótal hlutir eru ekki í lagi hjá Laugafisk. Þarna hef- ur heilbrigðiseftirlitið hreinlega fallið á prófinu.“ Þá benti hann einnig á að honum þætti óeðlilegt að bæjarfulltrúar á Akranesi sitji í Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Bæj- arstjórnin sendi oft erindi til heil- brigðisnefndar og þar sætu sömu bæjarfulltrúar að taka við þeim. Starfsemin fullreynd „Starfsemi Laugafisks á neðri Skag- anum er að okkar mati fullreynd. Við höldum því fram að fiskþurrk- un eigi ekki heima í íbúabyggð. Það er flott að vera með matvælaiðnað við slíka byggð en ekki fiskþurrk- un. Hún er bara alltof mengandi. Laugafiskur hefur nú fengið 12 ár í tilraunastarfsemi. Það hefur ekki verið góður árangur af henni. Við skorum á HB Granda að finna aðra staðsetningu fyrir fiskþurrkun sína í góðri samvinnu og sátt við bæjar- yfirvöld og bæjarbúa. Við elskum bæinn okkar og við viljum atvinnu- uppbyggingu. En við viljum hafa hana heilnæma og mengunarlausa. Við þolum ekki vonda lykt,“ sagði Hörður að endingu. Áður en Hörður lauk máli sínu lagði hann fram spurningar til VSÓ, HB Granda og bæjaryfir- valda. Eftir erindi þessara fjögurra aðila var orðið gefið laust og opið fyrir spurningar úr salnum. Fjöl- margir tóku til máls og spurðu meðal annars um lyktarmælinguna, kvartanir þar sem fiskþurrkun er annars staðar, hvort skoðað hefði verið með sjónmengun, hver stefna HB Granda væri varðandi sam- félagslega ábyrgð og um ferðaþjón- ustu. grþ/mþh Svona á verksmiðjan að líta út ef af stækkuninni verður.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.