Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Page 18

Skessuhorn - 03.06.2015, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn Sjómenn til hamingju með daginn! Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14 Öll þjónusta við skip og báta með lyf og hjúkrunarvörur. Smiðjuvellir 32 -300 Akranes -Sími 431 5090 -Fax 431 5091 -www.apvest.is Það var líf og fjör við löndunar- bryggjuna á Akranesi á föstudaginn síðasta þegar hver báturinn á fætur öðrum kom í land eftir fyrri keppn- isdag aðalmóts Landssambands sjóstangveiðifélaga sem haldið var á Akranesi í síðustu viku. Bátarnir biðu í röðum við löndunarbryggj- una á Akranesi eftir að fá að landa aflanum og keppendur fylgdust spenntir með afla bæði sinna báta og annarra. „Það gekk mjög vel í dag, ég vann bátinn,“ sagði Friðrik Þór Halldórsson glaður í bragði þeg- ar blaðamaður Skessuhorns gaf sig á tal við hann á bryggjunni. „Ég er mjög bjartsýnn á gengið í þessu móti, sérstaklega eftir daginn í dag. Fæ ein 50 stig fyrir að vinna bátinn og gróflega áætlað reikna ég með að fara með svona 110 stig inn í keppni morgundagsins,“ bætti Friðrik við en hann keppti fyrir hönd Sjóst- angveiðifélags Akureyrar. Kolféll fyrir sjóstangveiðinni Friðrik Þór lagði af stað með Ísaki AK-67 ásamt fimm öðrum kepp- endum klukkan sex um morgun- inn og veiddu þeir til klukkan tvö síðdegis. „Það er græjað nesti ofan í mann fyrir daginn og svo er heljar lokahóf annað kvöld eftir að keppni lýkur. Þetta er æðislega gaman og alls konar fólk sem er í þessu,“ sagði Friðrik. Hann kveðst fyrst hafa prófað sjóstangveiði fyrir þremur árum síðan og hafi kolfallið fyrir henni um leið. En hvað gerir mann að góðum sjóstangveiðimanni? „Ég veit það eiginlega ekki, ætli þetta sé ekki bara heppni. Það og að vera bara nógu lyginn,“ sagði Friðrik og hlær við en dregur strax í land með þær fullyrðingar sínar. „Nei, auðvitað eru einhverjir hæfileikar í þessu, menn þurfa að vera snöggir að grípa þegar þeir finna að bítur á, hafa góða tilfinningu fyrir þessu og auðvitað ýmislegt fleira.“ Utan einstaklingskeppninnar er sveitakeppni sjóstangveiðifélag- anna, keppni um aflahæsta bátinn auk alls kyns verðlauna og viður- kenninga sem veitt eru að hverju móti loknu. „Það er keppt í alls kon- ar flokkum, til dæmis fyrir stærsta veidda fisk hverrar tegundar. Ég á einmitt Íslandsmet fyrir stærsta kola sem veiddur hefur verið á sjóstöng, sá var eitt kíló og 60 grömmum betur. Held það sé heimsmet líka en það hefur ekki fengist staðfest. Hljómar kannski ekki mikið en það er mikið fyrir þessa tegund. Það eru alls konar furðuleg met í þessu. Til dæmis minnir mig að Gussi [Gunn- ar Þór Jónsson, innsk. blaðamanns] þarna hinum megin eigi metið fyrir stærstu lönguna. Sú var 28 kíló held ég. Þegar ég hugsa út í það væri ég reyndar alveg til í að skipta á mínu meti og hans,“ sagði Friðrik að lok- um, glaður í bragði. kgk „Ætli þetta sé ekki bara heppni“ Friðrik Þór Halldórsson vann sinn bát fyrri dag sjóstangveiðimótsins í síðustu viku og var nokkuð bjartsýnn á gengi sitt í mótinu. Slægður þorskurinn lá nokkuð makindalega í karinu þar sem hann beið þess að verða ekið inn í frystihús HB Granda. Ísak AK-67 siglir inn í Akraneshöfn eftir keppni föstudagsins með sjóræningjafán- ann dreginn að húni. Ljósm. mþh. Aflanum landað.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.