Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Page 20

Skessuhorn - 03.06.2015, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn „Við erum svona þrjá til fjóra daga í túrnum. Þetta breyttist þegar þeir hjá G.Run fóru að vinna þorskinn líka sjálfir en áður skiptu þeir hon- um út fyrir ýsu og karfa. Þá fengu þeir meira til sín af fiski. Stórþorsk- urinn fer að vísu á markað en við reynum að sneiða hjá honum og förum þá út á Hala eða eitthvað annað þegar stórþorskurinn sæk- ir upp á grunnslóð á vorin,“ segir Heiðar Þór Bjarnason yfirvélstjóri á Hring SH frá Grundarfirði. Heiðar er þrjátíu og sex ára og hefur stund- að sjóinn frá unglingsárum. „Hann segir vélstjórana tvo um borð en áður hefðu þeir skipst á að vera um borð en nú séu sé þeir vélaverð- ir annan túrinn eða taki frítúr enda hefði stoppið áður fyrr aðeins ver- ið einn sólarhringur milli túra en nú séu þetta nokkrir dagar. Heiðar hef- ur verið vélstjóri um borð í Hring í sjö ár og hann segir að mestu hafa verið sömu áhöfnina þar allan þann tíma. Fór á frystitogara og tók vélsmiðjunámið í fríum Sjómennskan hefur alla tíð verið aðalatvinna Heiðars og hann seg- ist eiginlega aldrei hafa unnið við neitt annað. „Ég var í bæjarvinn- unni þegar ég var 16 ára og það er eina landvinnan. Ég fór í grunn- deild málmiðna í Fjölbrautaskólan- um á Akranesi en ég á ættir þang- að því amma mín, Helga Árnadótt- ir, var þaðan. Ég var á heimavistinni í fjölbraut þann vetur en svo lá leið- in í Vélskólann og svo beint á sjóinn þegar ég var búinn með hann. Áður en ég fór á Hring var ég á frystitog- aranum Hrafni frá Grindavík í þrjú ár og tók vélsmiðjunámið í frítúr- um til að fá full vélstjóraréttindi. Þetta voru mánaðartúrar og síðan mánuður í frí. Ég bjó allan tíman hér í Grundarfirði og kom heim í frítúrunum og vann í vélsmiðjunni hérna.“ Heiðar er innfæddur Grund- firðingur og fjölskylda hans gerir út Haukabergið SH. Þar er pabbi hans vélstjóri og Gunnar skipstjóri er móðurbróðir Heiðars. „Ég fór á Haukabergið fyrst eftir að ég kom úr Vélskólanum árið 2002 og var þar til ársins 2006. Þar var ég há- seti til að byrja með og á sumrin á Siglunesinu á rækju en Haukaberg- ið var ekki gert út á sumrin þeg- ar þetta var. Leysti síðan af einn og einn róður á öðrum bátum. Vél- skólanámið tók fjögur og hálft ár hjá mér. Ég slapp við sumt þarna fyrst ég var búinn að taka grunn- námið á Akranesi og stundaskrá- in riðlaðist út af því. Vélskólinn er svo fámennur skóli að það er ekki alltaf allt kennt á sömu önninni. Því getur útskrift dregist ef menn eru með eitthvað fyrir. Meðan ég var í náminu bjó ég í Reykjavík. Svo var ég á sjó héðan frá Grund- arfirði í öllum fríum; um jól, páska og á sumrum. Ég var þá aðallega á togaranum Klakki sem var gerð- ur út héðan um tíma. Það voru að- allega Grundfirðingar á honum á þessum tíma og eitthvað um sigl- ingar með karfa til Þýskalands eða landað í gáma.“ Bland af véladellu og sjómennsku Heiðar segir alla tíð hafa blundað í sér að verða vélstjóri. „Ég byrjaði að vísu sem háseti en ég var búinn að kynnast vélarrúminu vel sem krakki og var alltaf að fara einn og einn túr með pabba á Haukaberg- inu. Síðan er þetta bara sambland af véladellu og sjómennsku.“ Hann segir auðvitað umhverf- ið á sjónum gjörbreytt núna. Í það minnsta hjá þeim á Hring. „Við erum ekki lengur en fjóra daga úti í einu og það má segja að þetta sé að mestu orðið helgarvinna. Við för- um yfirleitt út á föstudegi og kom- um inn á þriðjudegi. Við eigum í síðasta lagi að landa á miðvikudags- morgni fyrir vinnsluna út vikuna. Fullfermi hjá okkur er um 65 tonn en þegar við förum í karfa erum við enn fljótari að fylla og þá eru þetta ekki nema svona þrír dagar.“ Taka virkan þátt í sjómanndagshátíðar- höldunum Sjómannadagurinn er í hávegum hafður í Grundarfirði og góð þátt- taka í hátíðarhöldum. Heiðar seg- ir skemmtilegt að vinna að þessum degi. „Sjómenn eru nokkuð dugleg- ir að taka þátt í hátíðarhöldunum en manni finnst alltaf mega vera meira um það. Jón Frímann Eiríksson hefur verið öflugur að drífa þetta áfram og hann er duglegur að ná mér og öðrum með í þetta. Það þarf alltaf einhvern einn til að drífa þetta áfram. Við förum í fótboltaleik milli áhafna og þrautir á bryggjunni. Síð- an er auðvitað skemmtisiglingin stór liður. Útgerðarmenn eru svo alltaf með veislur á sjómannadaginn fyrir sitt starfsfólk.“ Heiðar segir aðal fjörið alltaf vera á laugardegin- um en svo byrji sjómannasunndag- urinn sjálfur á sjómannamessu, sem alltaf sé fjölsótt, en síðan sé kaffi- sala kvenfélagsins líka hefðbundin og fjölsótt. Heiðar hefur komið sér vel fyr- ir á æskuslóðunum í Grundarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Kona hans er Erna Sigurðardóttir úr Reykja- vík og þau eiga fjögur börn á aldr- inum 5-13 ára. „Þetta er besti stað- ur í heimi til að ala upp börn,“ segir Heiðar Bjarnason vélstjóri í Grund- arfirði. hb Guðmundur Runólfsson hf. Sólvöllum 2 – Grundarörður- Sími 430 3500 S ke ss uh or n 20 13 Heiðar Þór Bjarnason vélstjóri í Grundarfirði: Hefur aldrei starfað við annað en sjómennsku Frá hátíðarhöldum á sjómannadaginn í Grundarfirði. Ljósm. úr safni: tfk. Heiðar Bjarnason á hlaðinu heima hjá sér í Grundarfirði. Ekki amalegt útsýnið þar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.