Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Page 22

Skessuhorn - 03.06.2015, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn Sergej Geraimov er rússneskur sjó- maður sem hefur búið í Grund- arfirði síðastliðin 16 ár. Hann er fæddur á aðfangadag 1966 og kom til Grundarfjarðar sem háseti á togaranum Heiðrúnu þegar útgerð Guðmundar Runólfssonar hf. festi kaup á honum árið 1999. Síðar var nafninu breytt í Ingimundur SH. Sergej var ungur skráður í rúss- neska herinn og það í kafbátadeild- ina. „Já, það var af því að ég var svo lítill. Við þessir stuttu vorum sett- ir í kafbátana því að þar var ekki mikið um pláss og lágt til lofts.“ Fyrstu kynni Sergej af Íslandi voru árið 1986. „Já, þá var ég um tvítugt og var að vinna á rússneskum her- kafbáti. Þá sigldum við umhverf- is Ísland og vorum til taks á með- an leiðtogafundurinn var í Höfða. Við vorum að passa að allt færi vel fram,“ segir Sergej og glottir, enda stutt í húmorinn hjá þessum káta sjómanni. Það lá því beinast við að Sergej færi á sjóinn þegar hann var búinn með herskylduna og 25 ára gamall var hann kominn á sjóinn. Það æxl- aðist svo þannig að hann var kom- inn á togara í eigu íslenskrar út- gerðar og var við veiðar við strend- ur Afríku. Eitthvað var lítið um peninga því að í eitt skiptið er skip- ið Hjörleifur ÁR var að sigla frá Gambíu til Senegal var það kyrr- sett. „Það var ekki til peningur fyr- ir olíu né hafnargjöldum. Við vor- um bara kyrrsettir þarna. Þeir sem höfðu efni á því keyptu sér sjálf- ir far heim en ég og nokkrir aðrir vorum í þeirri stöðu að við þurftum að bíða þarna og höfðum ekki efni á að fara neitt.“ Það fór svo þannig að Hjörleif- ur ÁR kom heim til Íslands á end- anum og Sergej hélt vinnu sinni og nú í íslenskri lögsögu. Hann var til sjós á Hjörleifi og Marz RE þangað til að hann fékk pláss á Heiðrúnu ÍS sem var síðan seld til Grundarfjarð- ar eins og áður sagði. „Mér leist strax ágætlega á þenn- an litla bæ og var kominn í fínt pláss,“ segir Sergej er hann rifj- ar upp upphafsárin sín í Grundar- firði. „Það var svo árið 2003 að ég fæ fjölskylduna mína hingað og við settumst hér að og keyptum hús.“ Sergej og Svetlana eiginkona hans eiga tvær dætur fæddar 1992 og 1999. Þegar Ingimundur SH var seldur árið 2004 flutti Sergej sig yfir á Hring SH og svo á Helga SH árið 2006 þar sem hann hefur ver- ið síðan. „Ég hef verið fastur hjá G.Run síðan ég kom,“ segir Ser- gej hlæjandi en hann segist alls ekki vera á leiðinni í burtu. „Núna er ég Íslendingur og Grundfirðingur og hér ætla ég að vera,“ segir hann að endingu. tfk Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2015 kemur út fyrir Sjómannadaginn. Í tilkynningu frá Pétri S Jóhannssyni ritstjóra blaðsins kemur fram að í því verði hugvekju eftir sr. Óskar Inga Inga- son og ávarp er frá Sigurði Inga Jóhannssyni atvinnuvegaráðherra. „Meðal efnis í blaðinu er frásögn af sjóslysinu mikla þegar Bervík SH 43 fórst fyrir utan Rif í mars 1985 og fimm sjó- menn fórust. Rætt er við Öldu Jóhannesdótt- ur eiginkonu skipstjórans en hún missti einn- ig son sinn í þessu slysi. Ævar Hafþórsson var ellefu ára er faðir hans fórst og segir hann frá sínum minningum frá því í áhrifamikilli grein. Þá ritar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um veðurfarslegar aðstæður daginn sem slys- ið varð. Sæmundur Kristjánsson segir frá byrjun á hinum miklu hafnarbótum er Rifshöfnin var gerð 1952 en gerð hennar var gríðarmikil lyfti- stöng fyrir allt atvinnulíf utan Ennis á þessum árum. Rætt er við Maris Gilsfjörð en hann var olíukóngur í Ólafsvík í 30 ár. Rætt er við eigend- ur HG Geisla ehf. í Ólafsvík en þeir reka bæði út- gerð og ísframleiðslu og þeirra reynslu af út- gerð smábáta sl. 25 ár. Þá er talað við fyrrum sjómenn og verkamenn um þeirra líf og störf og kemur þar margt fram. Þá eru spurningar lagð- ar fyrir valinkunna skipstjóra á Snæfellsnesi um lífið og tilveruna. Auk þess eru fleiri greinar og myndir eru frá sjómannadögum úr sjávarpláss- unum á Snæfellsnesi 2014.“ mm Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar Skarðsvík ehf. Magnús SH 205 Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn SK ES SU H O R N 2 01 5 Sergej Geraimov sjómaður í Grundarfirði. Vegna smæðar sinnar hóf Sergej sjómennskuna um borð í rússneskum kafbáti

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.