Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 28

Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Þrátt fyrir mikla uppgangstíma að mörgu leyti þá ríkti oft skort- ur á ýmsu á Íslandi á árunum eftir heimsstyrjöldina 1939-1945. Ýmis konar höft og skammtanir voru við lýði þar sem stjórnvöld voru í stöð- ugu hallæri með erlendan gjaldeyri og leituðu ýmissa leiða til að spara hann. Þetta ástand var viðvarandi langt fram eftir 20. öldinni. Það kom meðal annars fram í því að oft var leitað ýmissa ráða í endurnýt- ingu og sparsemi, dyggðum sem Ís- lendingar gleymdu kannski síðar, en það er önnur saga. Verðmæti á hafsbotni Eitt var það sem Íslendingum gafst færi á að nýta sér við þessar aðstæð- ur. Það var ýmis efniviður sem her- námslið seinni heimsstyrjaldar skildi eftir hér á landi. Braggar og önn- ur hernaðarmannvirki sem á annað borð var hægt að rífa, voru tekin nið- ur. Oft mátti sjá slíkan húsakost rísa að nýju sem útihús við sveitabæi vítt og breitt um landið. Margar þess- ara bygginga standa enn. Allt ann- að sem á annað borð mátti nýta var tekið til handargagns. Þetta er meg- in skýring á því að svo lítið stendur í dag eftir af minjum frá hernáms- árunum svo sem í Hvítanesi í Hval- firði þar sem á sínum tíma stóð heilt þorp með nálægt 300 byggingum. Í Hvalfirði var ein mikilvæg- asta flotahöfn bandamanna í seinni heimsstyrjöld. Á herskipalæginu við Hvítanes lágu oft mestu vígdrekar stríðsins við festar auk margra ann- arra herskipa af öllum stærðum og gerðum. Bannað var að nota loft- skeytatæki í firðinum af ótta við að Þjóðverjar lægju á hleri. Eingöngu var notast við merkjaflögg og ljós- merki (morse) til að koma boðum milli skipa. Þegar á leið voru síðan lagðar símalínur eftir botni fjarð- arins sem tengdar voru við skipin þannig að menn gátu hringt í land. Í þeim var verðmætur kopar. Nýtt í uppbyggingu raforkunetsins Þessar línur hvíldu áfram á hafsbotni þegar vígdrekarnir hurfu á braut að ófriði loknum. Mörgum árum síðar nýttu Íslendingar sér þetta. Það var sumarið 1961. „Ég starfaði þarna hjá Landssímanum. Gert var út skip til að slæða upp símalínur úr firðin- um. Til þess var fenginn fiskibátur- inn Leó VE og sett í hann sérsmíð- að spil til að draga upp þessa strengi sem lágu á botni fjarðarins. Lands- síminn hafði keypt sér rétt til að nýta allt fjarskiptaefni sem herinn hafði skilið eftir í Hvalfirði eftir að hann hvarf að mestu þaðan á brott eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Streng- irnir sem við náðum upp voru síð- an notaðir til að þvera raflínur. Raf- fræðilegir eiginleikar í þeim þóttu henta til slíkra nota. Mig minnir að við höfum farið í að minnsta kosti þrjár svona veiðiferðir í Hvalfjörð. Það gekk ágætlega að ná strengjun- um upp,“ segir Sveinbjörn Matth- íasson. Með þessum hætti var hreinsað upp eftir „herinn“ og efniviðurinn notaður til uppbyggingar íslensks samfélags. Sveinbjörn tók þessar myndir af „sæstrengjaveiðunum“ í Hvalfirði. Myndirnar birtast nú fyrsta sinni hér í Skessuhorni. mþh Sjómannadagurinn Á sæstrengjaveiðum í Hvalfirði Í brúnni á Leó þar sem verið er að slæða eftir símalínum í Hvalfirði. Flotastöð breska sjóhersins í Hvítanesi í sunnanverðum Hvalfirði stóð fullbyggð í árslok 1942. Þar voru alls um 280 hús. Það varð að halda uppi fjarskiptum frá skipum úti á firðinum við þessa miklu bækistöð. Símalínur á hafsbotni voru notaðar til þess. Horft úr flugvél yfir innanverðan Hvalfjörinn sem er fullur af skipum. Til vinstri á myndinni er fjallið Þyrill og svo Þyrilsnes. Handan fjarðar fyrir miðri mynd er Hvítanes. Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Bjóðum sérlausnir, sniðnar að þörfum viðskiptavina. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.isHafðu samband! Leó á siglingu út Hvalfjörðinn eftir vel heppnaðar sæstrengjaveiðar. Greina má Reynivallaháls í baksýn þannig að báturinn er staddur á móts við Grundartanga. Krafsa hefur náð taki á símalínu. Þetta var híft um borð og dýrmætar línurnar síðan dregnar upp í bátinn. Dráttarbúnaðurinn var leiddur í sér- smíðað spil fram á hvalbak á Leó og síðan híft ef eitthvað fannst. Slætt eftir símalínum á gamla herskipalæginu í Hvalfirði. Sérstakar kröfsur voru dregnar eftir bátnum í von um að þær myndu krækjast í línurnar á hafsbotni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.